Innlent

Réðst á konu við Konukot

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rauði kross Íslands rekur Konukonu við Eskihlíð í Reykjavík.
Rauði kross Íslands rekur Konukonu við Eskihlíð í Reykjavík. VÍSIR/VILHELM
Lögreglan handtókn mann á fjórða tímanum í nótt eftir að hann réðst að konu við Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur.

Maðurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Ekki fylgir sögunni hvernig konunni heilsast eftir áflogin eða hvernig hún þekkti manninn.

Á annað hundrað kvenna sækja í Konukot á hverju ári, sem rekið er af Rauða krossinum við Eskihlíð í Reykjavík. Þangað leita jafnt heimilslausar konur sem og þær sem flýja heimili sín, ekki síst vegna heimilisofbeldis.

Fram kemur á vef Rauða krossins að flestar konurnar sem þangað leita eigi við vímuefnavanda og/eða geðrænan vanda að stríð. Þó er skýrt tekið fram ða allar þær konur sem á þurfa að halda séu boðnar velkomnar í Konukot, sem opið er frá klukkan 17:00 til 10:00 daginn eftir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×