Skipulögð brotastarfsemi með fíknilyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. júlí 2018 07:00 Karl Steinar Valsson er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Lögreglan hefur frá áramótum tekið til rannsóknar um fjörutíu mál er varða innflutning einstaklinga á fíknilyfjum til landsins. „Við erum með 25 svona mál í rannsókn núna og tæp 40 frá áramótum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir meirihluta mála stofnast þegar tolleftirlit finnur efni í fórum fólks. Hluti málanna sé til rannsóknar hjá öðrum embættum lögreglu, til að mynda á Suðurnesjum. „Málin eru rannsökuð á svipaðan hátt og mál er varða ólögleg fíkniefni,“ segir Karl Steinar sem segir flókið fyrir lögreglu að takast á við sölu efnanna á svörtum markaði. „Það er mjög flókið og vandasamt fyrir okkur þar sem menn eru að nýta sér ýmis tæknileg atriði sem takmarka möguleika okkar,“ segir Karl Steinar og á helst við sölu lyfjanna á samfélagsmiðlum og í gegnum forrit á netinu. Karl Steinar segir skipulagða brotastarfsemi með fíknilyf færast í aukana á Íslandi.Mikill þrýstingur er á lækna að skrifa út lyfseðilsskyld lyf.Vísir/Valli„Þetta er vaxandi þáttur í okkar verkum sem er í takt við þróun í öðrum löndum. Markar þá breytingu sem er á brotastarfsemi þar sem ætlaður ávinningur og lítil refsing eru hvatar,“ segir Karl Steinar sem segir lögreglu vinna með öðrum löndum á öllum sviðum en sú samvinna muni aukast samhliða vaxandi brotastarfsemi með fíknilyf. Þeim, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli, en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings á ávanabindandi fíknilyfjum til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Eftirlitsstofnun EFTA barst kvörtun vegna málsins á síðasta ári en lokaði málinu í gær og ákvarðaði að Noregur ætti að hafa víðar heimildir til að ákvarða úrræði til að takast á við misnotkun fíknilyfja. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Pillumyllan á Benidorm Íslendingar hafa keypt lyfjaávísanir upp á fíknilyf á Benidorm af lækninum Torres og flutt hingað til lands. Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Stór hluti þeirra er frá Spáni. Sama mynstur kom upp í Noregi fyrir fáeinum árum. 7. júlí 2018 10:21 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Lögreglan hefur frá áramótum tekið til rannsóknar um fjörutíu mál er varða innflutning einstaklinga á fíknilyfjum til landsins. „Við erum með 25 svona mál í rannsókn núna og tæp 40 frá áramótum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir meirihluta mála stofnast þegar tolleftirlit finnur efni í fórum fólks. Hluti málanna sé til rannsóknar hjá öðrum embættum lögreglu, til að mynda á Suðurnesjum. „Málin eru rannsökuð á svipaðan hátt og mál er varða ólögleg fíkniefni,“ segir Karl Steinar sem segir flókið fyrir lögreglu að takast á við sölu efnanna á svörtum markaði. „Það er mjög flókið og vandasamt fyrir okkur þar sem menn eru að nýta sér ýmis tæknileg atriði sem takmarka möguleika okkar,“ segir Karl Steinar og á helst við sölu lyfjanna á samfélagsmiðlum og í gegnum forrit á netinu. Karl Steinar segir skipulagða brotastarfsemi með fíknilyf færast í aukana á Íslandi.Mikill þrýstingur er á lækna að skrifa út lyfseðilsskyld lyf.Vísir/Valli„Þetta er vaxandi þáttur í okkar verkum sem er í takt við þróun í öðrum löndum. Markar þá breytingu sem er á brotastarfsemi þar sem ætlaður ávinningur og lítil refsing eru hvatar,“ segir Karl Steinar sem segir lögreglu vinna með öðrum löndum á öllum sviðum en sú samvinna muni aukast samhliða vaxandi brotastarfsemi með fíknilyf. Þeim, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli, en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings á ávanabindandi fíknilyfjum til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Eftirlitsstofnun EFTA barst kvörtun vegna málsins á síðasta ári en lokaði málinu í gær og ákvarðaði að Noregur ætti að hafa víðar heimildir til að ákvarða úrræði til að takast á við misnotkun fíknilyfja.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Pillumyllan á Benidorm Íslendingar hafa keypt lyfjaávísanir upp á fíknilyf á Benidorm af lækninum Torres og flutt hingað til lands. Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Stór hluti þeirra er frá Spáni. Sama mynstur kom upp í Noregi fyrir fáeinum árum. 7. júlí 2018 10:21 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00
Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00
Pillumyllan á Benidorm Íslendingar hafa keypt lyfjaávísanir upp á fíknilyf á Benidorm af lækninum Torres og flutt hingað til lands. Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Stór hluti þeirra er frá Spáni. Sama mynstur kom upp í Noregi fyrir fáeinum árum. 7. júlí 2018 10:21
Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00
Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00