Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. júlí 2018 06:00 Einstaklingur í fíknivanda fékk uppáskrifuð lyf frá lækni sem starfar á EES svæðinu og leysti þau út á Íslandi. Nú girðir Lyfjastofnun fyrir slíka afgreiðslu. Lyfjastofnun telur vísbendingar liggja fyrir um óábyrgar lyfjaávísanir lækna sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu á ávana- og fíknilyf sem hafa verið afgreiddar í íslenskum apótekum. Á síðasta ári komu upp 24 tilvik þar sem einstaklingar leystu út ávanabindandi lyf með lyfjaávísunum frá læknum með starfsleyfi á EES-svæðinu. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir að þegar grunur vakni hjá lyfjafræðingi í apóteki um að verið sé að ávísa óæskilegu lyfi á fólk í fíknivanda verði að vera hægt að hafa samband við lækni. „Sem getur verið erfitt milli landa,“ bendir hann á. Embætti landlæknis sinnir eftirliti með ávísunum lækna á Íslandi og þar með talið íslenskra lækna sem eru búsettir erlendis en ávísa á fólk sem býr hér á landi. „Margir íslenskir læknar starfa erlendis,“ segir Ólafur.Sjá einnig: Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyfÓlafur B. Einarsson verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti Landlæknis.„Þessar ávísanir voru skoðaðar vegna atviks sem átti sér stað þegar einstaklingur, sem átti við misnotkunarvanda að stríða, leysti út stóran skammt af sterku verkjalyfi en það var dæmi um óábyrga ávísun og afgreiðslu hættulegs lyfs,“ segir Ólafur og telur til verkjalyf sem falla í þann flokk: „Fentanýl, kódein, kódein í blöndum, morfín, oxýkódon, petidín og tramadól.“ Frá og með 1. júlí gilda ekki lengur hér á landi lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu, þar sem ávísað er lyfjum sem almennt eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf. Lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu á önnur lyf halda áfram gildi sínu. „Reglurnar eru nýmæli en eiga sér fordæmi annars staðar frá í Evrópu,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þetta nýja ákvæði er tilkomið sökum þess að hvorki íslensk yfirvöld né lyfjafræðingar sem afgreiða lyfseðla í apóteki hafa aðgang að skilvirkum úrræðum til að ganga úr skugga um lögmæti slíkra lyfjaávísana. Engin miðlæg upplýsingagátt er til staðar þar sem sannreyna má starfsleyfi lækna á Evrópska efnahagssvæðinu í heild. Þar sem almennt er talin meiri hætta á misferli við ávísanir lyfja þegar um er að ræða ávana- og fíknilyf var talið skynsamlegast að takmarka þessa heimild lyfjafræðinga með þessum hætti,“ segir í svarinu. Ólafur tiltekur að miðað við þær ábendingar sem borist hafi embættinu sé reyndar mun algengara að Íslendingar leysi lyfin út í apótekum erlendis og komi með þau til landsins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lyfjastofnun telur vísbendingar liggja fyrir um óábyrgar lyfjaávísanir lækna sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu á ávana- og fíknilyf sem hafa verið afgreiddar í íslenskum apótekum. Á síðasta ári komu upp 24 tilvik þar sem einstaklingar leystu út ávanabindandi lyf með lyfjaávísunum frá læknum með starfsleyfi á EES-svæðinu. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir að þegar grunur vakni hjá lyfjafræðingi í apóteki um að verið sé að ávísa óæskilegu lyfi á fólk í fíknivanda verði að vera hægt að hafa samband við lækni. „Sem getur verið erfitt milli landa,“ bendir hann á. Embætti landlæknis sinnir eftirliti með ávísunum lækna á Íslandi og þar með talið íslenskra lækna sem eru búsettir erlendis en ávísa á fólk sem býr hér á landi. „Margir íslenskir læknar starfa erlendis,“ segir Ólafur.Sjá einnig: Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyfÓlafur B. Einarsson verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti Landlæknis.„Þessar ávísanir voru skoðaðar vegna atviks sem átti sér stað þegar einstaklingur, sem átti við misnotkunarvanda að stríða, leysti út stóran skammt af sterku verkjalyfi en það var dæmi um óábyrga ávísun og afgreiðslu hættulegs lyfs,“ segir Ólafur og telur til verkjalyf sem falla í þann flokk: „Fentanýl, kódein, kódein í blöndum, morfín, oxýkódon, petidín og tramadól.“ Frá og með 1. júlí gilda ekki lengur hér á landi lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu, þar sem ávísað er lyfjum sem almennt eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf. Lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu á önnur lyf halda áfram gildi sínu. „Reglurnar eru nýmæli en eiga sér fordæmi annars staðar frá í Evrópu,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þetta nýja ákvæði er tilkomið sökum þess að hvorki íslensk yfirvöld né lyfjafræðingar sem afgreiða lyfseðla í apóteki hafa aðgang að skilvirkum úrræðum til að ganga úr skugga um lögmæti slíkra lyfjaávísana. Engin miðlæg upplýsingagátt er til staðar þar sem sannreyna má starfsleyfi lækna á Evrópska efnahagssvæðinu í heild. Þar sem almennt er talin meiri hætta á misferli við ávísanir lyfja þegar um er að ræða ávana- og fíknilyf var talið skynsamlegast að takmarka þessa heimild lyfjafræðinga með þessum hætti,“ segir í svarinu. Ólafur tiltekur að miðað við þær ábendingar sem borist hafi embættinu sé reyndar mun algengara að Íslendingar leysi lyfin út í apótekum erlendis og komi með þau til landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent