Ísland kjörið í mannréttindaráðið í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Vísir/Getty Ísland nær að öllu óbreyttu kjöri í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna til átján mánaða í dag eftir að samstaða náðist í ríkjahópi Vesturlanda um að Ísland gæfi kost á sér. Mun Ísland því taka sætið sem losnaði þegar Bandaríkjamenn sögðu sig úr ráðinu í júní. Um er að ræða æðstu stöðu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi, að því er Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heldur fram. Gildin breytast ekki Ráðherrann segir að Ísland muni ekki breyta áherslum sínum í ráðinu, þótt það muni kalla á málamiðlanir að vera komin með sæti í ráðinu. „En þau gildi sem við stöndum fyrir eru vel þekkt og munu ekki breytast.“ Guðlaugur nefnir gagnrýni Íslendinga á þau ríki sem eiga sæti í mannréttindaráðinu en eru sjálf „kannski ekki til fyrirmyndar“ og vísar til dæmis til Sádi-Arabíu, Venesúela og Egyptalands. Að sögn Guðlaugs munu Íslendingar halda áfram að gagnrýna þau ríki. Jafnframt segir Guðlaugur að Ísland muni leggja áherslu á að breyta þurfi starfsháttum í ráðinu, eins og til að mynda Bandaríkin og Norðurlöndin hafa talað um að sé nauðsyn. „Það hefur verið sérstaklega vísað til þess að ríkin sem sitja í ráðinu þurfi að sýna gott fordæmi. Það hefur mikið vantað upp á það.“ „Þegar kemur að mannréttindamálum höfum við sérstaklega lagt áherslu á jafnréttismál og málefni hinsegin fólks, þetta er nokkuð sem við munum halda áfram. Það að það skyldi nást þessi samstaða um okkur er auðvitað mikil viðurkenning fyrir hvað við höfum verið að gera,“ segir Guðlaugur. Aukinheldur tekur Guðlaugur fram að þótt full ástæða sé til þess að horfa gagnrýnum augum á Ísrael eins og önnur ríki, líkt og Ísland hafi gert, sé sérstakt að ríkið sé dagskrárliður á hverjum einasta fundi. „Þegar menn ganga fram með þeim hætti dregur það úr vægi þeirrar gagnrýni sem er réttmætt. Þetta er eitt af því sem hefur verið til umræðu og mannréttindaráðið hefur verið gagnrýnt fyrir.“ Aðdragandinn stuttur Ráðherra segir að aðdragandinn að því að samstaða náðist um Ísland hafi verið stuttur, „í raun bara nokkrir dagar“. Sæti hafi losnað og Íslendingum hafi borist skilaboð þar sem ríkið var hvatt til að gefa kost á sér. Síðan hafi verið kannað hvort samstaða næðist um Ísland og gekk það eftir. Ríki hafi komið að máli við Ísland vegna framgöngu Íslendinga í mannréttindamálum, að sögn Guðlaugs. „Ég er fyrsti íslenski ráðherrann sem ávarpar mannréttindaráðið og er búinn að gera það núna í tvígang frá því ég varð ráðherra,“ segir hann. Ráðherra segir að Ísland hafi látið að sér kveða í mannréttindamálum, til að mynda stýrt mannréttindanefnd allsherjarþings SÞ í fyrra. „Framganga okkar þar sem við vorum í forystu þegar við vorum að gagnrýna mannréttindabrot á Filippseyjum vakti líka athygli,“ segir hann og bætir því við að alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin hafi sagt framgöngu Íslendinga áhrifamikla. Frá fundi mannréttindaráðsins.Vísir/GETTY Sérstakar aðstæður „Þetta eru sérstakar aðstæður og það þarf að nást samstaða um aðila sem getur brugðist skjótt við og það gerðist í þessu tilfelli. En ef við hefðum ætlað að fara í hefðbundið framboð væri það ferli sem væri lengra og við þyrftum að hafa miklu meira fyrir þeim hlutum,“ segir Guðlaugur. Davíð Logi Sigurðsson, deildarstjóri mannréttinda hjá utanríkisráðuneytinu, segir einnig að aðstæðurnar sem leiddu til kjörsins hafi verið sérstakar. „Þetta eru aukakosningar. Það er kosið reglulega í mannréttindaráðið. Það sem gerist er að menn eru búnir að markera sig fram í tímann. Danir eru til að mynda að fara í framboð í september til þriggja ára. Þeir eru búnir að tilkynna það fyrir löngu og breyta því ekki svo glatt,“ segir Davíð. Hann bætir því við að flest ríki í Vesturlandahópnum séu nú þegar í einu framboði eða öðru. „Ef ekki þarna þá til öryggisráðsins. Það er því ekki sjálfgefið að allir geti stokkið til þegar þessar skrítnu aðstæður koma upp,“ segir Davíð. Guðlaugur segir að ferlið hefði orðið mun lengra ef Ísland ætlaði sér í hefðbundið framboð. Meira þyrfti að hafa fyrir slíku. Talar ráðherrann jafnframt um að atkvæðagreiðslan nú sé ekki sambærileg því þegar Ísland bauð sig fram í öryggisráðið fyrir áratug. „Á þeim tíma voru settar 400 milljónir í framboðið. Enginn kostnaður fellur til vegna framboðsins nú.“ Brotthvarf Bandaríkjanna Líkt og áður kom fram sögðu Bandaríkin sig úr ráðinu í júní. Í tilkynningu þess efnis sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, að ástæðan væri meinfýsni í garð Ísraelsríkis og að ráðið drægi mannréttindabrotamenn ekki til ábyrgðar. „Of lengi hefur mannréttindaráðið slegið varnarskildi yfir mannréttindabrotamenn og verið forarpyttur pólitískrar meinfýsni,“ sagði Haley þegar hún tilkynnti um ákvörðunina. Og þótt Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafi tekið ákvörðuninni fagnandi og þakkað Donald Trump forseta og fyrrnefndri Haley fyrir voru aðrir ekki jafn kátir. Stéphane Dujarric, talsmaður Antónios Guterres, framkvæmdastjóra SÞ, sagði að framkvæmdastjórinn hefði viljað sjá Bandaríkin halda sæti sínu. „Mannréttindainnviðir Sameinuðu þjóðanna eru afar mikilvægir þegar kemur að því að vernda mannréttindi um gjörvallan heiminn,“ sagði Dujarric í júní. Útgangan vonbrigði Guðlaugur Þór segir útgöngu Bandaríkjanna vonbrigði. „Það var margt til í gagnrýni þeirra og við höfum sjálf tekið ýmislegt upp sem þeir hafa talað fyrir sem og þær þjóðir sem við erum í hvað nánustu samstarfi við.“ Þá segir ráðherrann að íslenska utanríkisþjónustan muni hvetja Bandaríkjamenn til að koma aftur að borðinu. „En nú er þessi staða komin upp og við henni þarf að bregðast. Þegar við erum hvött til þess að stíga þarna inn, og samstaða náðist um okkur í kjölfarið, þá skorumst við ekki undan ábyrgð. Birtist í Fréttablaðinu Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Ísland nær að öllu óbreyttu kjöri í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna til átján mánaða í dag eftir að samstaða náðist í ríkjahópi Vesturlanda um að Ísland gæfi kost á sér. Mun Ísland því taka sætið sem losnaði þegar Bandaríkjamenn sögðu sig úr ráðinu í júní. Um er að ræða æðstu stöðu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi, að því er Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heldur fram. Gildin breytast ekki Ráðherrann segir að Ísland muni ekki breyta áherslum sínum í ráðinu, þótt það muni kalla á málamiðlanir að vera komin með sæti í ráðinu. „En þau gildi sem við stöndum fyrir eru vel þekkt og munu ekki breytast.“ Guðlaugur nefnir gagnrýni Íslendinga á þau ríki sem eiga sæti í mannréttindaráðinu en eru sjálf „kannski ekki til fyrirmyndar“ og vísar til dæmis til Sádi-Arabíu, Venesúela og Egyptalands. Að sögn Guðlaugs munu Íslendingar halda áfram að gagnrýna þau ríki. Jafnframt segir Guðlaugur að Ísland muni leggja áherslu á að breyta þurfi starfsháttum í ráðinu, eins og til að mynda Bandaríkin og Norðurlöndin hafa talað um að sé nauðsyn. „Það hefur verið sérstaklega vísað til þess að ríkin sem sitja í ráðinu þurfi að sýna gott fordæmi. Það hefur mikið vantað upp á það.“ „Þegar kemur að mannréttindamálum höfum við sérstaklega lagt áherslu á jafnréttismál og málefni hinsegin fólks, þetta er nokkuð sem við munum halda áfram. Það að það skyldi nást þessi samstaða um okkur er auðvitað mikil viðurkenning fyrir hvað við höfum verið að gera,“ segir Guðlaugur. Aukinheldur tekur Guðlaugur fram að þótt full ástæða sé til þess að horfa gagnrýnum augum á Ísrael eins og önnur ríki, líkt og Ísland hafi gert, sé sérstakt að ríkið sé dagskrárliður á hverjum einasta fundi. „Þegar menn ganga fram með þeim hætti dregur það úr vægi þeirrar gagnrýni sem er réttmætt. Þetta er eitt af því sem hefur verið til umræðu og mannréttindaráðið hefur verið gagnrýnt fyrir.“ Aðdragandinn stuttur Ráðherra segir að aðdragandinn að því að samstaða náðist um Ísland hafi verið stuttur, „í raun bara nokkrir dagar“. Sæti hafi losnað og Íslendingum hafi borist skilaboð þar sem ríkið var hvatt til að gefa kost á sér. Síðan hafi verið kannað hvort samstaða næðist um Ísland og gekk það eftir. Ríki hafi komið að máli við Ísland vegna framgöngu Íslendinga í mannréttindamálum, að sögn Guðlaugs. „Ég er fyrsti íslenski ráðherrann sem ávarpar mannréttindaráðið og er búinn að gera það núna í tvígang frá því ég varð ráðherra,“ segir hann. Ráðherra segir að Ísland hafi látið að sér kveða í mannréttindamálum, til að mynda stýrt mannréttindanefnd allsherjarþings SÞ í fyrra. „Framganga okkar þar sem við vorum í forystu þegar við vorum að gagnrýna mannréttindabrot á Filippseyjum vakti líka athygli,“ segir hann og bætir því við að alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin hafi sagt framgöngu Íslendinga áhrifamikla. Frá fundi mannréttindaráðsins.Vísir/GETTY Sérstakar aðstæður „Þetta eru sérstakar aðstæður og það þarf að nást samstaða um aðila sem getur brugðist skjótt við og það gerðist í þessu tilfelli. En ef við hefðum ætlað að fara í hefðbundið framboð væri það ferli sem væri lengra og við þyrftum að hafa miklu meira fyrir þeim hlutum,“ segir Guðlaugur. Davíð Logi Sigurðsson, deildarstjóri mannréttinda hjá utanríkisráðuneytinu, segir einnig að aðstæðurnar sem leiddu til kjörsins hafi verið sérstakar. „Þetta eru aukakosningar. Það er kosið reglulega í mannréttindaráðið. Það sem gerist er að menn eru búnir að markera sig fram í tímann. Danir eru til að mynda að fara í framboð í september til þriggja ára. Þeir eru búnir að tilkynna það fyrir löngu og breyta því ekki svo glatt,“ segir Davíð. Hann bætir því við að flest ríki í Vesturlandahópnum séu nú þegar í einu framboði eða öðru. „Ef ekki þarna þá til öryggisráðsins. Það er því ekki sjálfgefið að allir geti stokkið til þegar þessar skrítnu aðstæður koma upp,“ segir Davíð. Guðlaugur segir að ferlið hefði orðið mun lengra ef Ísland ætlaði sér í hefðbundið framboð. Meira þyrfti að hafa fyrir slíku. Talar ráðherrann jafnframt um að atkvæðagreiðslan nú sé ekki sambærileg því þegar Ísland bauð sig fram í öryggisráðið fyrir áratug. „Á þeim tíma voru settar 400 milljónir í framboðið. Enginn kostnaður fellur til vegna framboðsins nú.“ Brotthvarf Bandaríkjanna Líkt og áður kom fram sögðu Bandaríkin sig úr ráðinu í júní. Í tilkynningu þess efnis sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, að ástæðan væri meinfýsni í garð Ísraelsríkis og að ráðið drægi mannréttindabrotamenn ekki til ábyrgðar. „Of lengi hefur mannréttindaráðið slegið varnarskildi yfir mannréttindabrotamenn og verið forarpyttur pólitískrar meinfýsni,“ sagði Haley þegar hún tilkynnti um ákvörðunina. Og þótt Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafi tekið ákvörðuninni fagnandi og þakkað Donald Trump forseta og fyrrnefndri Haley fyrir voru aðrir ekki jafn kátir. Stéphane Dujarric, talsmaður Antónios Guterres, framkvæmdastjóra SÞ, sagði að framkvæmdastjórinn hefði viljað sjá Bandaríkin halda sæti sínu. „Mannréttindainnviðir Sameinuðu þjóðanna eru afar mikilvægir þegar kemur að því að vernda mannréttindi um gjörvallan heiminn,“ sagði Dujarric í júní. Útgangan vonbrigði Guðlaugur Þór segir útgöngu Bandaríkjanna vonbrigði. „Það var margt til í gagnrýni þeirra og við höfum sjálf tekið ýmislegt upp sem þeir hafa talað fyrir sem og þær þjóðir sem við erum í hvað nánustu samstarfi við.“ Þá segir ráðherrann að íslenska utanríkisþjónustan muni hvetja Bandaríkjamenn til að koma aftur að borðinu. „En nú er þessi staða komin upp og við henni þarf að bregðast. Þegar við erum hvött til þess að stíga þarna inn, og samstaða náðist um okkur í kjölfarið, þá skorumst við ekki undan ábyrgð.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29
Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31