Meðal bestu Evrópuúrslitanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2018 09:30 Eiður Aron Sigurbjörnsson skorar hér sigurmark Valsmanna á móti Rosenborg. Vísir/Bára Mark Eyjamannsins Eiðs Arons Sigurbjörnssonar sex mínútum fyrir leikslok tryggði Íslandsmeisturum Vals sigur á Noregsmeisturum Rosenborg í fyrradag. Þetta var fyrri leikur liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sá seinni fer fram á Lerkendal Stadion í Þrándheimi 18. júlí. Sigurvegarinn í einvíginu mætir að öllum líkindum Celtic í næstu umferð. Lið Rosenborg er gríðarlega sterkt og hefur orðið norskur meistari þrjú ár í röð. Sigur Vals er því afar eftirtektarverður og má setja í hóp með bestu úrslitum sem íslenskt lið hefur náð í Evrópukeppni. Valur er annað íslenska liðið sem vinnur Rosenborg en Breiðablik vann norska liðið 2-0 á heimavelli sumarið 2011, eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-0.Nokkur náð góðum úrslitum Sigur Vals á Rosenborg kemur 30 árum eftir að Valsmenn náðu sínum bestu úrslitum í Evrópukeppni; þegar liðið vann 1-0 sigur á Frakklandsmeisturum Monaco. Þá eru 50 ár síðan Valur gerði markalaust jafntefli við Eusébio og félaga í Benfica fyrir framan metfjölda áhorfenda á Laugardalsvellinum. FH, Stjarnan, Breiðablik og KR hafa náð ágætis úrslitum í Evrópukeppnum síðasta áratuginn en nú gæti röðin verið komin að Val sem hafði fyrir leikinn á miðvikudaginn aðeins unnið einn af síðustu 12 Evrópuleikjum sínum. Verkefnið í Þrándheimi verður ærið en Valsmenn fara þangað með eins marks forskot. Jafnvel þótt Valur falli úr leik fer liðið í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem það mætir Santa Coloma frá Andorra. Valsmenn eiga því að minnsta kosti þrjá Evrópuleiki eftir í sumar.Valur 2-1 Nantes, 1985 Tvö mörk Guðmundar Þorbjörnssonar tryggðu nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals sigur á Nantes á Laugardalsvellinum í fyrri leik liðanna í 1. umferð UEFA-bikarsins haustið 1985. Vorið áður hafði Nantes endað í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og hafði sterku liði á að skipa. Innan raða þess var meðal annarra Jorge Burruchaga sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn 1986. Nantes vann seinni leikinn gegn Val með þremur mörkum gegn engu og fór svo alla leið í 8-liða úrslit keppninnar þar sem franska liðið féll úr leik fyrir Inter.Valur 1-0 Monaco, 1988 Í septemberbyrjun 1988 vann Valur 1-0 sigur á Frakklandsmeisturum Monaco í 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða. Atli Eðvaldsson skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Þjálfari Monaco á þessum tíma var Arsene Wenger og í liðinu voru leikmenn á borð við Glenn Hoddle, Manuel Amoros, Jean-Luc Ettori og Patrick Battiston. Monaco vann seinni leikinn á sínum heimavelli 2-0. Seinna mark franska liðsins skoraði Líberíumaðurinn George Weah sem fékk Gullboltann sjö árum seinna. Monaco komst í 8-liða úrslit keppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Galatasary.ÍA 1-0 Feyenoord, 1993 Lið ÍA árið 1993 er að margra mati talið það besta í íslenskri fótboltasögu. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar með yfirburðum og bikarmeistarar að auki. Í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu mætti ÍA Hollandsmeisturum Feyenoord sem tvíburarnir frá Akranesi, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, léku með. Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrri leikinn á Laugardalsvellinum með frægu skallamarki Ólafs Þórðarsonar stundarfjórðungi fyrir leikslok. Í seinni leiknum í Rotterdam reyndist Feyenoord sterkari og vann 3-0 sigurStjarnan 1-0 Lech Poznan 2014 Stjörnumenn tóku í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni sumarið 2014 og úr varð mikið ævintýri. Hápunkturinn á því var 1-0 sigurinn á pólska liðinu Lech Poznan sem hafði þremur árum áður komist í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Rolf Toft skoraði sigurmarkið. Seinni leikurinn í Póllandi endaði með markalausu jafntefli og Stjarnan fór því áfram og varð fyrsta íslenska liðið til að vinna þrjú Evrópueinvígi á sama tímabilinu. Í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar mætti Stjarnan ítalska stórveldinu Inter sem vann Garðabæjarliðið samanlagt 9-0. Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Sjá meira
Mark Eyjamannsins Eiðs Arons Sigurbjörnssonar sex mínútum fyrir leikslok tryggði Íslandsmeisturum Vals sigur á Noregsmeisturum Rosenborg í fyrradag. Þetta var fyrri leikur liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sá seinni fer fram á Lerkendal Stadion í Þrándheimi 18. júlí. Sigurvegarinn í einvíginu mætir að öllum líkindum Celtic í næstu umferð. Lið Rosenborg er gríðarlega sterkt og hefur orðið norskur meistari þrjú ár í röð. Sigur Vals er því afar eftirtektarverður og má setja í hóp með bestu úrslitum sem íslenskt lið hefur náð í Evrópukeppni. Valur er annað íslenska liðið sem vinnur Rosenborg en Breiðablik vann norska liðið 2-0 á heimavelli sumarið 2011, eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-0.Nokkur náð góðum úrslitum Sigur Vals á Rosenborg kemur 30 árum eftir að Valsmenn náðu sínum bestu úrslitum í Evrópukeppni; þegar liðið vann 1-0 sigur á Frakklandsmeisturum Monaco. Þá eru 50 ár síðan Valur gerði markalaust jafntefli við Eusébio og félaga í Benfica fyrir framan metfjölda áhorfenda á Laugardalsvellinum. FH, Stjarnan, Breiðablik og KR hafa náð ágætis úrslitum í Evrópukeppnum síðasta áratuginn en nú gæti röðin verið komin að Val sem hafði fyrir leikinn á miðvikudaginn aðeins unnið einn af síðustu 12 Evrópuleikjum sínum. Verkefnið í Þrándheimi verður ærið en Valsmenn fara þangað með eins marks forskot. Jafnvel þótt Valur falli úr leik fer liðið í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem það mætir Santa Coloma frá Andorra. Valsmenn eiga því að minnsta kosti þrjá Evrópuleiki eftir í sumar.Valur 2-1 Nantes, 1985 Tvö mörk Guðmundar Þorbjörnssonar tryggðu nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals sigur á Nantes á Laugardalsvellinum í fyrri leik liðanna í 1. umferð UEFA-bikarsins haustið 1985. Vorið áður hafði Nantes endað í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og hafði sterku liði á að skipa. Innan raða þess var meðal annarra Jorge Burruchaga sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn 1986. Nantes vann seinni leikinn gegn Val með þremur mörkum gegn engu og fór svo alla leið í 8-liða úrslit keppninnar þar sem franska liðið féll úr leik fyrir Inter.Valur 1-0 Monaco, 1988 Í septemberbyrjun 1988 vann Valur 1-0 sigur á Frakklandsmeisturum Monaco í 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða. Atli Eðvaldsson skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Þjálfari Monaco á þessum tíma var Arsene Wenger og í liðinu voru leikmenn á borð við Glenn Hoddle, Manuel Amoros, Jean-Luc Ettori og Patrick Battiston. Monaco vann seinni leikinn á sínum heimavelli 2-0. Seinna mark franska liðsins skoraði Líberíumaðurinn George Weah sem fékk Gullboltann sjö árum seinna. Monaco komst í 8-liða úrslit keppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Galatasary.ÍA 1-0 Feyenoord, 1993 Lið ÍA árið 1993 er að margra mati talið það besta í íslenskri fótboltasögu. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar með yfirburðum og bikarmeistarar að auki. Í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu mætti ÍA Hollandsmeisturum Feyenoord sem tvíburarnir frá Akranesi, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, léku með. Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrri leikinn á Laugardalsvellinum með frægu skallamarki Ólafs Þórðarsonar stundarfjórðungi fyrir leikslok. Í seinni leiknum í Rotterdam reyndist Feyenoord sterkari og vann 3-0 sigurStjarnan 1-0 Lech Poznan 2014 Stjörnumenn tóku í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni sumarið 2014 og úr varð mikið ævintýri. Hápunkturinn á því var 1-0 sigurinn á pólska liðinu Lech Poznan sem hafði þremur árum áður komist í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Rolf Toft skoraði sigurmarkið. Seinni leikurinn í Póllandi endaði með markalausu jafntefli og Stjarnan fór því áfram og varð fyrsta íslenska liðið til að vinna þrjú Evrópueinvígi á sama tímabilinu. Í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar mætti Stjarnan ítalska stórveldinu Inter sem vann Garðabæjarliðið samanlagt 9-0.
Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Sjá meira