Erlent

Námuslys í Myanmar

Andri Eysteinsson skrifar
Frá jaði námu í Kachin héraði Myanmar
Frá jaði námu í Kachin héraði Myanmar Vísir/EPA
Að minnsta kosti 15 eru látnir og 45 særðir eftir að skriða skall á jaði námu í Hpakant svæðinu í Kachin héraðinu í norðurhluta Myanmar. Reuters greinir frá.

Yfirvöld hafa gefið það út að hugsanlega séu um 100 manns enn grafnir undir skriðunni, leit var hætt 17:30 að staðartíma og verður framhaldið á morgun.

Einnig sögðu yfirvöld að námugrafararnir hafi ekki verið að störfum fyrir námufyrirtæki heldur hafi þeir verið þarna í leyfisleysi en slíkt athæfi er algengt í héraðinu sem er þekkt fyrir námustörf.

Myanmar framleiðir um 70% af hágæða jaði sem finnst í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×