Lífið

Nýjasta Internetæðið: Stökkva út úr bílum á ferð og dansa við Drake

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Samfélagsmiðlagrínið hefur endað illa hjá töluverðum fjölda notenda.
Samfélagsmiðlagrínið hefur endað illa hjá töluverðum fjölda notenda. Skjáskot/Twitter
Nýtt æði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum og þykir mörgum það heldur hættulegt. Myndbönd sem sýna fólk stökkva út úr bílum á ferð, og dansa um leið við lagið In My Feelings með rapparanum Drake, hafa vakið athygli á netinu undir myllumerkinu #InMyFeelingsChallenge.

Téður Drake gaf út plötuna Scorpion í júní og hefur umrætt lag notið mikilla vinsælda. Lagið er til að mynda í fyrsta sæti á lista Spotify yfir fimmtíu vinsælustu lögin á Íslandi um þessar mundir og ætti In My Feelings því að vera landsmönnum mörgum kunnugt.

Lagið er fjörugt og liggur vel við að stíga dans þegar það er sett á fóninn. Í upphafi snerist áskorunin aðeins um dans, án allra hjálpartækja eins og sjá má hér að neðan, en nú hefur það þróast þannig að fólk fer „á rúntinn“, spilar lagið, stekkur svo út úr bílnum og dansar líflegan dans samferða bifreiðinni á meðan bílstjórinn tekur athæfið upp á myndband.



 
#Mood : KEKE Do You Love Me ? @champagnepapi #DoTheShiggy #InMyFeelings

A post shared by Shoker (@theshiggyshow) on Jun 29, 2018 at 6:15pm PDT

Í mörgum tilvikum heppnast dansinn vel en í öðrum endar hann illa. Margir sem reyna við #InMyFeelingsChallenge hafa nefnilega hrasað og dottið á hausinn – og allt næst það að sjálfsögðu á myndband. Nokkur óhöpp tengd áskoruninni má sjá hér að neðan en lesendum er ráðið frá því að reyna þetta sjálfir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×