Fótbolti

Courtois: Hjartað mitt er í Madrid

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Courtois sat fyrir svörum blaðamanna
Courtois sat fyrir svörum blaðamanna víris/getty
Thibaut Courtois er með efstu nöfnum á óskalista Real Madrid og allt bendir til þess að flutningar til Spánar séu ofarlega á óskalista belgíska markvarðarins.

Courtois er um þessar mundir á HM í Rússlandi með belgíska landsliðinu sem mætir Japan í 16-liða úrslitum á morgun. Hann er samningsbundinn Chelsea til ársins 2019.

Chelsea keypti Courtois árið 2010 en sendi hann á lán til Atletico Madrid þar sem hann kynntist konu sinni. Hann fór aftur til Chelsea árið 2013 en kona hans og tvö börn búa í Madrid.

„Ég hef tengingar til Madrid í gegnum fjölskylduhagi mína,“ sagði Courtois á blaðamannafundi belgíska landsliðsins.

„Börnin mín tvö búa þar með móður sinni. Ég tala við dóttur mína á hverjum degi í gegnum Facetime og hún segist sakna mín. Sonur minn erenn mjög ungur. Hjartað mitt er í Madrid,“ sagði Courtois.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×