Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 08:54 Fjölmargir farþegar hafa orðið strandaglópar eftir seinkanir á ferðum Primera Air um helgina. Vísir „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. Hann segir að flugfélagið harmi þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 aðfaranótt sunnudags en fór ekki á loft fyrr en á níunda tímanum í morgun. Einnig hafa verið sagðar fréttir af því að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Að sama skapi var mikil seinkun á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.Sjá einnig: Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“Í tilkynningu frá Primera Air segir að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina“ sem vonast er til að leysist í dag. Bilunin hafi komið upp í vél Primera Air í Búlgaríu sem ekki hafi tekist að gera við í tæka tíð. „Til að auka enn á vandræðin voru verulegar tafir, sem standa ennþá yfir, hjá flugumferðarstjórn almennt í Suður-Evrópu um helgina vegna anna og mikils umferðarþunga frá mörgum áfangastöðum s.s. Palma og Alicante,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið segir jafnframt að fyrrnefnd bilun hafi leitt til þess að seinkun varð á flugi til og frá Keflavík til bæði Palma og Alicante. Seinkunin gerði það að verkum að áhafnir gátu ekki haldið áfram vinnu vegna þess að lögskipuðum vaktatíma var lokið. Þar að auki segir flugfélagið að „mikið álag á flugumferðarstjórn véla til og frá Spáni“ hafi enn fremur aukið tafirnar. Búist er því við að flugvél Primera Air frá Alicante lendi um kl. 13:00 í dag og flug til Malaga verði lent kl. 18:00 í dag. Primera gerir ráð fyrir að áætlun verði komin í samt lag á morgun, þriðjudag 3. júlí. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
„Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. Hann segir að flugfélagið harmi þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 aðfaranótt sunnudags en fór ekki á loft fyrr en á níunda tímanum í morgun. Einnig hafa verið sagðar fréttir af því að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Að sama skapi var mikil seinkun á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.Sjá einnig: Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“Í tilkynningu frá Primera Air segir að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina“ sem vonast er til að leysist í dag. Bilunin hafi komið upp í vél Primera Air í Búlgaríu sem ekki hafi tekist að gera við í tæka tíð. „Til að auka enn á vandræðin voru verulegar tafir, sem standa ennþá yfir, hjá flugumferðarstjórn almennt í Suður-Evrópu um helgina vegna anna og mikils umferðarþunga frá mörgum áfangastöðum s.s. Palma og Alicante,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið segir jafnframt að fyrrnefnd bilun hafi leitt til þess að seinkun varð á flugi til og frá Keflavík til bæði Palma og Alicante. Seinkunin gerði það að verkum að áhafnir gátu ekki haldið áfram vinnu vegna þess að lögskipuðum vaktatíma var lokið. Þar að auki segir flugfélagið að „mikið álag á flugumferðarstjórn véla til og frá Spáni“ hafi enn fremur aukið tafirnar. Búist er því við að flugvél Primera Air frá Alicante lendi um kl. 13:00 í dag og flug til Malaga verði lent kl. 18:00 í dag. Primera gerir ráð fyrir að áætlun verði komin í samt lag á morgun, þriðjudag 3. júlí.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10