Jóhannes Haukur verður vondi kallinn í Bloodshot Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2018 06:00 Jóhannes Haukur hefur verið að gera það gott í Hollywood að undanförnu. Vísir/vilhelm „Þetta lítur vel út. Þetta er Sony-mynd og það á að tjalda öllu til,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson en um helgina var tilkynnt að hann muni leika í ofurhetjumyndinni Bloodshot. Það eru engar smá kanónur sem verða með Jóhannesi á settinu, fremstan meðal jafningja skal þar nefna Vin Diesel auk hinnar mexíkósku Eizu González, sem margir muna eftir sem Baby úr kvikmyndinni Baby driver. Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu og verður bönnuð börnum að sögn Jóhannesar, ekki ólíkt Deadpool. „Þetta verður risastór Hollywood-mynd og verður svokallað R-rated eins og Logan og Deadpool. Þá verður ofbeldið grófara og talsmátinn frjálslegri.“ Samkvæmt fréttum mun Jóhannes fara með hlutverk Nicks Barris í myndinni en hann er sagður vera annað illmenni myndarinnar. Dave Wilson heldur um leikstjórn en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. „Ég fer í lok júlí í þessar upptökur og verð að öllum líkindum í mánuð. Eftir þetta verkefni er ég að fara í aðra seríu á The Innocent, verði hún framleidd.“Game of Thrones opnaði margar dyr fyrir Jóhannes.Jóhannes er í Suður-Afríku þessa stundina þar sem hann leikur í sjónvarpsseríunni Origin. Hann hefur verið að gera það gott að undanförnu og verður í myndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Síðar dregur hann upp byssu í vestranum The Sisters Brothers þar sem Jake Gyllenhaal og fleiri góðir setja á sig kúrekahattinn. Í flestum erlendum fréttum um hlutverkið er talað um Game of Thrones stjörnuna Jóhannesson. Sjálfur vill hann nú gera sem minnst úr því hlutverki. „Ég var nú bara í tveimur þáttum en það vegur greinilega þungt að vera í Game of Thrones,“ segir hann hress. „Ég er búinn að vera í erlendum verkefnum undanfarin ár og er kominn á þann stað að geta aðeins valið úr. Ekki mikið en smá. Fyrst sagði ég já við öllu en ef verkefni lenda á sama tíma, hvort sem það er sjónvarpssería eða kvikmynd, þá get ég valið. Auðvitað er það mikið lúxusvandamál,“ segir hann. Jóhannes var í fríi frá tökum í gær og slakaði á þó það væri hálf íslenskt veður í Suður-Afríku. „Það er rigning og 14 gráður sem er ekkert svo slæmt. Ég er þó alveg í stuttbuxum. Ætli ég fari ekki í stuttan göngutúr. Maður býr í frekar vernduðu umhverfi með girðingu í kring og ef maður fer út fyrir hliðið þá á maður á hættu að vera rændur og ég er lítið fyrir það.“ Bloodshot Tilkynnt var 2015 að Sony og Valiant, sem gaf út Bloodshotsögurnar, hefðu gert með sér fimm mynda samning. Fyrsta myndin yrði um Bloodshot, næstu tvær um aðra hetju sem kallast Harbinger og síðasta yrði samkrull um þá tvo. Jared Leto átti að leika vonda kallinn í myndinni en hætti við. Jóhannes Haukur fékk kallið í staðinn. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
„Þetta lítur vel út. Þetta er Sony-mynd og það á að tjalda öllu til,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson en um helgina var tilkynnt að hann muni leika í ofurhetjumyndinni Bloodshot. Það eru engar smá kanónur sem verða með Jóhannesi á settinu, fremstan meðal jafningja skal þar nefna Vin Diesel auk hinnar mexíkósku Eizu González, sem margir muna eftir sem Baby úr kvikmyndinni Baby driver. Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu og verður bönnuð börnum að sögn Jóhannesar, ekki ólíkt Deadpool. „Þetta verður risastór Hollywood-mynd og verður svokallað R-rated eins og Logan og Deadpool. Þá verður ofbeldið grófara og talsmátinn frjálslegri.“ Samkvæmt fréttum mun Jóhannes fara með hlutverk Nicks Barris í myndinni en hann er sagður vera annað illmenni myndarinnar. Dave Wilson heldur um leikstjórn en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. „Ég fer í lok júlí í þessar upptökur og verð að öllum líkindum í mánuð. Eftir þetta verkefni er ég að fara í aðra seríu á The Innocent, verði hún framleidd.“Game of Thrones opnaði margar dyr fyrir Jóhannes.Jóhannes er í Suður-Afríku þessa stundina þar sem hann leikur í sjónvarpsseríunni Origin. Hann hefur verið að gera það gott að undanförnu og verður í myndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Síðar dregur hann upp byssu í vestranum The Sisters Brothers þar sem Jake Gyllenhaal og fleiri góðir setja á sig kúrekahattinn. Í flestum erlendum fréttum um hlutverkið er talað um Game of Thrones stjörnuna Jóhannesson. Sjálfur vill hann nú gera sem minnst úr því hlutverki. „Ég var nú bara í tveimur þáttum en það vegur greinilega þungt að vera í Game of Thrones,“ segir hann hress. „Ég er búinn að vera í erlendum verkefnum undanfarin ár og er kominn á þann stað að geta aðeins valið úr. Ekki mikið en smá. Fyrst sagði ég já við öllu en ef verkefni lenda á sama tíma, hvort sem það er sjónvarpssería eða kvikmynd, þá get ég valið. Auðvitað er það mikið lúxusvandamál,“ segir hann. Jóhannes var í fríi frá tökum í gær og slakaði á þó það væri hálf íslenskt veður í Suður-Afríku. „Það er rigning og 14 gráður sem er ekkert svo slæmt. Ég er þó alveg í stuttbuxum. Ætli ég fari ekki í stuttan göngutúr. Maður býr í frekar vernduðu umhverfi með girðingu í kring og ef maður fer út fyrir hliðið þá á maður á hættu að vera rændur og ég er lítið fyrir það.“ Bloodshot Tilkynnt var 2015 að Sony og Valiant, sem gaf út Bloodshotsögurnar, hefðu gert með sér fimm mynda samning. Fyrsta myndin yrði um Bloodshot, næstu tvær um aðra hetju sem kallast Harbinger og síðasta yrði samkrull um þá tvo. Jared Leto átti að leika vonda kallinn í myndinni en hætti við. Jóhannes Haukur fékk kallið í staðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45