Jóhannes Haukur verður vondi kallinn í Bloodshot Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2018 06:00 Jóhannes Haukur hefur verið að gera það gott í Hollywood að undanförnu. Vísir/vilhelm „Þetta lítur vel út. Þetta er Sony-mynd og það á að tjalda öllu til,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson en um helgina var tilkynnt að hann muni leika í ofurhetjumyndinni Bloodshot. Það eru engar smá kanónur sem verða með Jóhannesi á settinu, fremstan meðal jafningja skal þar nefna Vin Diesel auk hinnar mexíkósku Eizu González, sem margir muna eftir sem Baby úr kvikmyndinni Baby driver. Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu og verður bönnuð börnum að sögn Jóhannesar, ekki ólíkt Deadpool. „Þetta verður risastór Hollywood-mynd og verður svokallað R-rated eins og Logan og Deadpool. Þá verður ofbeldið grófara og talsmátinn frjálslegri.“ Samkvæmt fréttum mun Jóhannes fara með hlutverk Nicks Barris í myndinni en hann er sagður vera annað illmenni myndarinnar. Dave Wilson heldur um leikstjórn en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. „Ég fer í lok júlí í þessar upptökur og verð að öllum líkindum í mánuð. Eftir þetta verkefni er ég að fara í aðra seríu á The Innocent, verði hún framleidd.“Game of Thrones opnaði margar dyr fyrir Jóhannes.Jóhannes er í Suður-Afríku þessa stundina þar sem hann leikur í sjónvarpsseríunni Origin. Hann hefur verið að gera það gott að undanförnu og verður í myndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Síðar dregur hann upp byssu í vestranum The Sisters Brothers þar sem Jake Gyllenhaal og fleiri góðir setja á sig kúrekahattinn. Í flestum erlendum fréttum um hlutverkið er talað um Game of Thrones stjörnuna Jóhannesson. Sjálfur vill hann nú gera sem minnst úr því hlutverki. „Ég var nú bara í tveimur þáttum en það vegur greinilega þungt að vera í Game of Thrones,“ segir hann hress. „Ég er búinn að vera í erlendum verkefnum undanfarin ár og er kominn á þann stað að geta aðeins valið úr. Ekki mikið en smá. Fyrst sagði ég já við öllu en ef verkefni lenda á sama tíma, hvort sem það er sjónvarpssería eða kvikmynd, þá get ég valið. Auðvitað er það mikið lúxusvandamál,“ segir hann. Jóhannes var í fríi frá tökum í gær og slakaði á þó það væri hálf íslenskt veður í Suður-Afríku. „Það er rigning og 14 gráður sem er ekkert svo slæmt. Ég er þó alveg í stuttbuxum. Ætli ég fari ekki í stuttan göngutúr. Maður býr í frekar vernduðu umhverfi með girðingu í kring og ef maður fer út fyrir hliðið þá á maður á hættu að vera rændur og ég er lítið fyrir það.“ Bloodshot Tilkynnt var 2015 að Sony og Valiant, sem gaf út Bloodshotsögurnar, hefðu gert með sér fimm mynda samning. Fyrsta myndin yrði um Bloodshot, næstu tvær um aðra hetju sem kallast Harbinger og síðasta yrði samkrull um þá tvo. Jared Leto átti að leika vonda kallinn í myndinni en hætti við. Jóhannes Haukur fékk kallið í staðinn. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
„Þetta lítur vel út. Þetta er Sony-mynd og það á að tjalda öllu til,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson en um helgina var tilkynnt að hann muni leika í ofurhetjumyndinni Bloodshot. Það eru engar smá kanónur sem verða með Jóhannesi á settinu, fremstan meðal jafningja skal þar nefna Vin Diesel auk hinnar mexíkósku Eizu González, sem margir muna eftir sem Baby úr kvikmyndinni Baby driver. Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu og verður bönnuð börnum að sögn Jóhannesar, ekki ólíkt Deadpool. „Þetta verður risastór Hollywood-mynd og verður svokallað R-rated eins og Logan og Deadpool. Þá verður ofbeldið grófara og talsmátinn frjálslegri.“ Samkvæmt fréttum mun Jóhannes fara með hlutverk Nicks Barris í myndinni en hann er sagður vera annað illmenni myndarinnar. Dave Wilson heldur um leikstjórn en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. „Ég fer í lok júlí í þessar upptökur og verð að öllum líkindum í mánuð. Eftir þetta verkefni er ég að fara í aðra seríu á The Innocent, verði hún framleidd.“Game of Thrones opnaði margar dyr fyrir Jóhannes.Jóhannes er í Suður-Afríku þessa stundina þar sem hann leikur í sjónvarpsseríunni Origin. Hann hefur verið að gera það gott að undanförnu og verður í myndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Síðar dregur hann upp byssu í vestranum The Sisters Brothers þar sem Jake Gyllenhaal og fleiri góðir setja á sig kúrekahattinn. Í flestum erlendum fréttum um hlutverkið er talað um Game of Thrones stjörnuna Jóhannesson. Sjálfur vill hann nú gera sem minnst úr því hlutverki. „Ég var nú bara í tveimur þáttum en það vegur greinilega þungt að vera í Game of Thrones,“ segir hann hress. „Ég er búinn að vera í erlendum verkefnum undanfarin ár og er kominn á þann stað að geta aðeins valið úr. Ekki mikið en smá. Fyrst sagði ég já við öllu en ef verkefni lenda á sama tíma, hvort sem það er sjónvarpssería eða kvikmynd, þá get ég valið. Auðvitað er það mikið lúxusvandamál,“ segir hann. Jóhannes var í fríi frá tökum í gær og slakaði á þó það væri hálf íslenskt veður í Suður-Afríku. „Það er rigning og 14 gráður sem er ekkert svo slæmt. Ég er þó alveg í stuttbuxum. Ætli ég fari ekki í stuttan göngutúr. Maður býr í frekar vernduðu umhverfi með girðingu í kring og ef maður fer út fyrir hliðið þá á maður á hættu að vera rændur og ég er lítið fyrir það.“ Bloodshot Tilkynnt var 2015 að Sony og Valiant, sem gaf út Bloodshotsögurnar, hefðu gert með sér fimm mynda samning. Fyrsta myndin yrði um Bloodshot, næstu tvær um aðra hetju sem kallast Harbinger og síðasta yrði samkrull um þá tvo. Jared Leto átti að leika vonda kallinn í myndinni en hætti við. Jóhannes Haukur fékk kallið í staðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp