Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 16:25 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr jafnframt í velferðarnefnd. Vísir/Vilhelm Fundi velferðarnefndar og yfirmanna heilbrigðiskerfisins lauk nú um fjögurleytið en boðað var til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. „Það komu þarna ráðherra, landlæknir og fulltrúar Landspítalans og gerðu okkur grein fyrir þessari alvarlegu stöðu sem komin er upp,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi.Sjá einnig: Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Þá hafi verið farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu úr kjaradeilunni, sem Ásmundur segir felast í áframhaldandi uppsögnum, yfirvinnubanni auk þess sem áhrifin gætu farið að teygja anga sína út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Nú einskorðast þetta fyrst og fremst við Landspítalann en þetta mun teygja sig til annarra byggða. Við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Ásmundur. Fundurinn hafi þó verið góður og upplýsandi, að sögn Ásmundar, og þá hvetji velferðarnefnd deiluaðila til að ljúka samningum. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum.Frá fundi heilbrigðisyfirvalda og velferðarnefndar í dag. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller, landlæknir, auk fulltrúa frá Landspítalanum.Mynd/Friðrik Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fundi velferðarnefndar og yfirmanna heilbrigðiskerfisins lauk nú um fjögurleytið en boðað var til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. „Það komu þarna ráðherra, landlæknir og fulltrúar Landspítalans og gerðu okkur grein fyrir þessari alvarlegu stöðu sem komin er upp,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi.Sjá einnig: Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Þá hafi verið farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu úr kjaradeilunni, sem Ásmundur segir felast í áframhaldandi uppsögnum, yfirvinnubanni auk þess sem áhrifin gætu farið að teygja anga sína út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Nú einskorðast þetta fyrst og fremst við Landspítalann en þetta mun teygja sig til annarra byggða. Við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Ásmundur. Fundurinn hafi þó verið góður og upplýsandi, að sögn Ásmundar, og þá hvetji velferðarnefnd deiluaðila til að ljúka samningum. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum.Frá fundi heilbrigðisyfirvalda og velferðarnefndar í dag. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller, landlæknir, auk fulltrúa frá Landspítalanum.Mynd/Friðrik
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12