Innlent

Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans og launahæsti forstjóri ríkisins. Munar um 135 einingar fyrir yfirvinnu.
Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans og launahæsti forstjóri ríkisins. Munar um 135 einingar fyrir yfirvinnu. Vísir
Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs, þess síðasta en lög um Kjararáð runnu út um mánaðamótin.Forstjórunum er úthlutað fastri yfirvinnu í einingum sem jafngilda 9572 krónum hver á mánuði. Fyrir vikið skýrist launamunur ríkisforstjóranna mikið af því hversu mikilli yfirvinnu er gert ráð fyrir í hverri stöðu.Minnsta yfirvinnu fær forstöðumaður Náttúrminjasafns, end er hann launalægstur ríkisforstjóranna. Hann fær 866 þúsund krónur á mánuði plús tólf yfirvinnueiningar. Það þýðir að yfirvinnan, sem leggst ofan á launin, er sirka 115 þúsund krónur.Sá sem fær mesta yfirvinnu er forstjóri Landspítalans en hann er með 1290 þúsund í grunnlaun, rúmlega 400 þúsund krónum hærri en grunnlaun forstöðumanns Náttúruminjasafns. Auk þess er gert ráð fyrir 135 yfirvinnueiningum sem gera tæplega 1300 þúsund.Yfirvinnan er því rúmur helmingur af heildarlaunum forstjóra Landspítalans, sem eru rúmlega tvær og hálf milljón á mánuði.Að neðan má sjá hvernig launin skiptast á forstjórana; heildarlaun, grunnlaun og yfirvinna. Ef fréttin er lesin í snjallsíma þarf að smella á súlu til að sjá hvaða laun tilheyra hvaða forstjóra.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.