Víðtækar heimildir um vinnslu persónuupplýsinga settar í lög Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. júlí 2018 06:00 Í nokkrum tilfellum er um að ræða heildi fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. VÍSIR/DANÍEL Vegna hertra reglna í nýjum persónuverndarlögum er unnið að breytingum á ýmsum lögum í fagráðuneytum til að tryggja opinberum stofnununum ótvíræða lagaheimild til vinnslu persónuupplýsinga. Þegar er komið til kynningar á vef Stjórnarráðsins frumvarp um heimildir nokkurra stofnana sem heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í drögunum er í nokkrum tilvikum um að ræða heimildir til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Þannig hefur Þjóðskrá Íslands heimildir til vinnslu persónuupplýsinga um heilsufar fólks, þjóðernislegan uppruna, trúarbrögð, hjúskaparstöðu og fleira. Vegagerðin fær heimild til vinnslu fjárhagsupplýsinga og Samgöngustofa fær heimildir til vinnslu heilsufarsupplýsinga, upplýsinga um lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun og upplýsinga um refsiverða háttsemi. Í öllum tilvikum er um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga að ræða. „Í frumvarpinu er verið að leggja til þær lágmarksbreytingar sem gera þarf á lögum, sem heyra undir ráðuneytið, til að ná markmiðum sem felast í nýjum persónuverndarlögum,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sett eru stíf skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og sérstaklega ef um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga er að ræða. Í 11. gr. nýju persónuverndarlaganna kemur fram að vinnsla slíkra upplýsinga hjá opinberum stofnunum skuli fara fram á grundvelli laga sem kveði á um viðeigandi og sérstakar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða.Ekki er í frumvarpsdrögum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins kveðið á um neinar ráðstafanir af framangreindum toga til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða við vinnslu þeirra viðkvæmu persónuupplýsinga sem þar um ræðir. „Það hvernig hver stofnun fyrir sig gerir viðeigandi og sérstakar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða er ekki til umfjöllunar í frumvarpinu sem slíku,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins vegna þessa. Í svarinu er hins vegar vísað til ýmissa ráðstafana sem stofnanir hafa nú þegar gripið til eða muni gera til að tryggja og vernda grundvallarréttindi fólks. Í frumvarpinu er heldur ekki kveðið á um hver tilgangur vinnslunnar sé að öðru leyti en með tilvísun til lögbundins hlutverks viðkomandi stofnunar. Til að grennslast fyrir um hið lögbundna hlutverk sem geri vinnsluna nauðsynlega þarf eftir atvikum að leita í önnur sérlög. Vinnsla persónuupplýsinga hjá Þjóðskrá Íslands fær lagastoð í 1. gr. laga um þjóðskrá og almannaskráningu. Stofnunin vinnur með ýmsar viðkvæmar persónuupplýsingar sem ekki lúta allar að skráningu í þjóðskrá heldur varða ýmis önnur verkefni stofnunarinnar samkvæmt sérlögum og leita þarf þangað eftir tilgangi vinnslunnar. Þannig gæti sá sem vill glöggva sig á lagagrundvelli, tilgangi, umfangi og verndarráðstöfunum vegna tiltekinnar vinnslu persónuupplýsinga þurft að lesa sér til í nokkrum ólíkum lagabálkum. Tilgangur vinnslu heilsufarsupplýsinga hjá Þjóðskrá kemur fram í lögheimilislögum, segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. Fólki, sem búi lengi erlendis, beri að skrá lögheimili sitt þar. Undanþága er gerð vegna þeirra sem dvelja erlendis vegna veikinda og vinnslan lúti að skráningum þar að lútandi. Aðspurð um hvort íslenskir ríkisborgarar séu skráðir eftir þjóðernislegum uppruna sínum, segir Margrét að fæðingarstaður sé meðal þeirra upplýsinga sem skráðar eru í þjóðskrá og það sé ástæðan fyrir því að heimild til vinnslu þessara upplýsinga er sett í lögin. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Vegna hertra reglna í nýjum persónuverndarlögum er unnið að breytingum á ýmsum lögum í fagráðuneytum til að tryggja opinberum stofnununum ótvíræða lagaheimild til vinnslu persónuupplýsinga. Þegar er komið til kynningar á vef Stjórnarráðsins frumvarp um heimildir nokkurra stofnana sem heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í drögunum er í nokkrum tilvikum um að ræða heimildir til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Þannig hefur Þjóðskrá Íslands heimildir til vinnslu persónuupplýsinga um heilsufar fólks, þjóðernislegan uppruna, trúarbrögð, hjúskaparstöðu og fleira. Vegagerðin fær heimild til vinnslu fjárhagsupplýsinga og Samgöngustofa fær heimildir til vinnslu heilsufarsupplýsinga, upplýsinga um lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun og upplýsinga um refsiverða háttsemi. Í öllum tilvikum er um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga að ræða. „Í frumvarpinu er verið að leggja til þær lágmarksbreytingar sem gera þarf á lögum, sem heyra undir ráðuneytið, til að ná markmiðum sem felast í nýjum persónuverndarlögum,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sett eru stíf skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og sérstaklega ef um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga er að ræða. Í 11. gr. nýju persónuverndarlaganna kemur fram að vinnsla slíkra upplýsinga hjá opinberum stofnunum skuli fara fram á grundvelli laga sem kveði á um viðeigandi og sérstakar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða.Ekki er í frumvarpsdrögum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins kveðið á um neinar ráðstafanir af framangreindum toga til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða við vinnslu þeirra viðkvæmu persónuupplýsinga sem þar um ræðir. „Það hvernig hver stofnun fyrir sig gerir viðeigandi og sérstakar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða er ekki til umfjöllunar í frumvarpinu sem slíku,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins vegna þessa. Í svarinu er hins vegar vísað til ýmissa ráðstafana sem stofnanir hafa nú þegar gripið til eða muni gera til að tryggja og vernda grundvallarréttindi fólks. Í frumvarpinu er heldur ekki kveðið á um hver tilgangur vinnslunnar sé að öðru leyti en með tilvísun til lögbundins hlutverks viðkomandi stofnunar. Til að grennslast fyrir um hið lögbundna hlutverk sem geri vinnsluna nauðsynlega þarf eftir atvikum að leita í önnur sérlög. Vinnsla persónuupplýsinga hjá Þjóðskrá Íslands fær lagastoð í 1. gr. laga um þjóðskrá og almannaskráningu. Stofnunin vinnur með ýmsar viðkvæmar persónuupplýsingar sem ekki lúta allar að skráningu í þjóðskrá heldur varða ýmis önnur verkefni stofnunarinnar samkvæmt sérlögum og leita þarf þangað eftir tilgangi vinnslunnar. Þannig gæti sá sem vill glöggva sig á lagagrundvelli, tilgangi, umfangi og verndarráðstöfunum vegna tiltekinnar vinnslu persónuupplýsinga þurft að lesa sér til í nokkrum ólíkum lagabálkum. Tilgangur vinnslu heilsufarsupplýsinga hjá Þjóðskrá kemur fram í lögheimilislögum, segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. Fólki, sem búi lengi erlendis, beri að skrá lögheimili sitt þar. Undanþága er gerð vegna þeirra sem dvelja erlendis vegna veikinda og vinnslan lúti að skráningum þar að lútandi. Aðspurð um hvort íslenskir ríkisborgarar séu skráðir eftir þjóðernislegum uppruna sínum, segir Margrét að fæðingarstaður sé meðal þeirra upplýsinga sem skráðar eru í þjóðskrá og það sé ástæðan fyrir því að heimild til vinnslu þessara upplýsinga er sett í lögin.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34
Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08