Erlent

Átján látnir í hitabylgjunni í Kanada

Atli Ísleifsson skrifar
Hitastig síðustu daga hefur mælst um 34 gráður í Quebec, en auk þess hefur rakastig mælst hátt.
Hitastig síðustu daga hefur mælst um 34 gráður í Quebec, en auk þess hefur rakastig mælst hátt. Vísir/Getty
Átján manns hið minnsta hafa látið lífið á síðustu sex dögum vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Quebec-fylki í suðurhluta Kanada. Hitabylgjan er sú mesta í fylkinu í áratugi að sögn CBS í Kanada.

Talsmaður yfirvalda í Montreal sagði í gær að dauði tólf manna í borginni sé rakinn til hitabylgjunnar, fimm í suðausturhluta fylkisins og einn í Laval.

Í frétt Time segir að flestir hinna látnu séu eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma eða sem glímir við andleg veikindi.

Hitastig síðustu daga hefur mælst um 34 gráður en rakastigið hefur gert það að verkum að fólki líður eins og það sé í 40 gráðu hita.

Yfirvöld í Quebec, hluta Ontario, Nova Scotia og New Brunswick hafa gefið út viðvaranir vegna hins mikla hita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×