Innlent

Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air

Bergþór Másson skrifar
WOW Air þota.
WOW Air þota. Vilhelm Gunnarsson
Gaui M. Þorsteinsson, farþegi flugs WOW Air frá Alicante til Keflavíkur á föstudaginn síðastliðinn, lenti í átökum við flugdólg í fluginu og neyddist til þess að binda hann niður ásamt þremur öðrum mönnum. Gaui greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.

Flugdólgurinn var undir áhrifum áfengis, sem hann hafði ekki keypt í flugvélinni, heldur í fríhöfn Alicante.

Farþegar vélarinnar og börn voru skelkuð og þess vegna ákvað Gaui að grípa inn í. 

Gaui tognaði á þumalputta við meðhöndlun flugdólgsins sem var að hans sögn „hraustur og þrjóskur.“

„Hann hataði mig allt flugið, hrækti, sparkaði, reyndi að bíta.“

Gaui, maðurinn sem aðstoðaði starfsfólk WOW Air í þessum aðstæðum.Gaui M. Þorsteinsson
Flugupplifunina segir Gaui hafa verið áhugaverða, erfiða og að hún hafi reynt á þolinmæði hans.

Það stóð til að stoppa í Írlandi til að hleypa flugdólginum út en „sem betur fer tókst okkur að halda aðstæðum öruggum og forðast að þurfa að lenda á Írlandi með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn svo ekki sé minnst á að hafa bjargað manngreyinu að þurfa að lenda í tilheyrandi kostnaði og veseni þar“ segir Gaui á Facebook síðu sinni.

Flugfreyjur vélarinnar stóðu sig eins og hetjur og gerðu allt hárrétt í þessum aðstæðum segir Gaui.

Ekki náðist í WOW Air við gerð fréttarinnar.

Hér má sjá Facebook færslur Gaua um málið.

 




Tengdar fréttir

WOW biðst afsökunar á 27 tíma seinkun

Farþegar á leið til Íslands með WOW air þurftu að hírast á alþjóðaflugvellinum í Cincinati í 27 klukkustundir í upphafi vikurnnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×