Fótbolti

Sextán ára stelpurnar ískaldar á vítapunktinum og tryggðu sér þriðja sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Þýskalandi.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Þýskalandi. vísir/ksí
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum sextán ára og yngri lenti í þriðja sæti á Norðurlandamótinu sem lauk í dag.

Mótið var haldið í Noregi en eftir markalaust jafntefli við Hollendinga í dag var gripið til vítaspyrnukeppni í leiknum um þriðja sætið.

Þar voru íslensku stelpurnar svellkaldar og kláruðu sín víti á meðan Auður Sveinbjörnsdóttir varði tvö víti. Ísland tryggði sér því bronsið.

Liðið vann frækna sigra á mótinu en til að mynda vann liðið Þýskaland í fyrsta skipti í þessum árgangi. Þjálfari liðsins er hinn margreyndi, Jörundur Áki Sveinsson.

Byrjunarlið Íslands í dag: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (M), Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Kristín Erla Ó Johnson, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Andrea Marý Sigurjónsdóttir (F), Bryndís Arna Níelsdóttir, Þórhildur Þórhallsdóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Birta Georgsdóttir, Tinna Harðardóttir, Sigrún Eva Sigurðardóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×