Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. júní 2018 09:00 Enginn ríkisforstjóri hækkaði jafnmikið í launum og Hörður Arnarson við að færast undan kjararáði. Fréttablaðið/Ernir Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar og bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir í fyrra þegar ákvörðunarvald launakjara þeirra færðist frá kjararáði með lagabreytingum 1. júlí 2017. Stjórn Landsvirkjunar kveðst hafa verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Hækkunin kemur í ljós þegar rýnt er í nýleg svör fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á Alþingi um laun forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins. Ljóst er að launahækkun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, er umtalsvert meiri en fyrirtækið hafði áður reynt að telja fjölmiðlum trú um. Í febrúar greindu fjölmiðlar frá því að laun forstjórans hefðu hækkað um 45 prósent miðað við uppgefin árslaun í ársreikningi. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var athugasemd við fréttir af hækkunum og bent á að miðað við meðaltal launa forstjórans hefðu þau hækkað úr 2 milljónum á mánuði árið 2016 í 2,7 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra. Eða um 32 prósent.Lilja Björk Einarsdóttir hóf störf sem bankastjóri Landsbankans í mars 2017 og í júlí hækkuðu laun hennar umtalsvert. Fréttablaðið/EyþórUpphæðin 2,7 milljónir er hins vegar meðaltal launa forstjórans yfir 12 mánaða tímabil þar sem þau hækkuðu um mitt árið úr tæplega 2,1 milljón sem kjararáð hafði ákvarðað forstjóranum í tæpar 3,3 milljónir frá og með 1. júlí þegar stjórn ríkisfyrirtækisins hækkaði launin. Fyrirspurn Þorsteins afhjúpar hvaða breytingar hafa orðið á launum ríkisforstjóranna við þá tilfærslu að stjórnir fyrirtækjanna tækju við launaákvörðunarvaldi af kjararáði. Svarið leiðir í ljós að laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 58 prósent, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56 prósent, forstjóra Isavia um 36 prósent og Íslandspósts um 25 prósent. Aðrir forstjórar hækkuðu umtalsvert minna og aðeins forstjóri Kadeco lækkaði í launum, eða um 16 prósent. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins bendir Landsvirkjun á að með launahækkun forstjórans hafi stjórnin aðeins verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Stjórnin hafi gert ráðningarsamning við Hörð árið 2009 en þegar hann var færður undir kjararáð í febrúar 2010 hafi þau lækkað verulega. Stjórnin hafi mótmælt því og lýst því yfir að hún myndi leiðrétta launakjör forstjórans í samræmi við upphaflega ráðningarsamninginn. „Til þess að efna ráðningarsamninginn og í samræmi við samþykkt fyrri stjórnar ákvað stjórn Landsvirkjunar á síðasta ári að uppfæra laun forstjóra með hliðsjón af launaþróun og tók breytingin gildi 1. júlí 2017 […] Mánaðarlaun forstjóra voru tæp 2,1 milljón króna fyrir breytinguna en um mitt ár urðu þau tæpar 3,3 milljónir eftir breytinguna.“ Þess ber að geta að fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum ríkisfyrirtækja tilmæli í ársbyrjun 2017 þar sem þær voru hvattar til að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Mýmörg dæmi eru nú um að þau tilmæli hafi verið hunsuð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar og bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir í fyrra þegar ákvörðunarvald launakjara þeirra færðist frá kjararáði með lagabreytingum 1. júlí 2017. Stjórn Landsvirkjunar kveðst hafa verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Hækkunin kemur í ljós þegar rýnt er í nýleg svör fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á Alþingi um laun forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins. Ljóst er að launahækkun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, er umtalsvert meiri en fyrirtækið hafði áður reynt að telja fjölmiðlum trú um. Í febrúar greindu fjölmiðlar frá því að laun forstjórans hefðu hækkað um 45 prósent miðað við uppgefin árslaun í ársreikningi. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var athugasemd við fréttir af hækkunum og bent á að miðað við meðaltal launa forstjórans hefðu þau hækkað úr 2 milljónum á mánuði árið 2016 í 2,7 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra. Eða um 32 prósent.Lilja Björk Einarsdóttir hóf störf sem bankastjóri Landsbankans í mars 2017 og í júlí hækkuðu laun hennar umtalsvert. Fréttablaðið/EyþórUpphæðin 2,7 milljónir er hins vegar meðaltal launa forstjórans yfir 12 mánaða tímabil þar sem þau hækkuðu um mitt árið úr tæplega 2,1 milljón sem kjararáð hafði ákvarðað forstjóranum í tæpar 3,3 milljónir frá og með 1. júlí þegar stjórn ríkisfyrirtækisins hækkaði launin. Fyrirspurn Þorsteins afhjúpar hvaða breytingar hafa orðið á launum ríkisforstjóranna við þá tilfærslu að stjórnir fyrirtækjanna tækju við launaákvörðunarvaldi af kjararáði. Svarið leiðir í ljós að laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 58 prósent, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56 prósent, forstjóra Isavia um 36 prósent og Íslandspósts um 25 prósent. Aðrir forstjórar hækkuðu umtalsvert minna og aðeins forstjóri Kadeco lækkaði í launum, eða um 16 prósent. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins bendir Landsvirkjun á að með launahækkun forstjórans hafi stjórnin aðeins verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Stjórnin hafi gert ráðningarsamning við Hörð árið 2009 en þegar hann var færður undir kjararáð í febrúar 2010 hafi þau lækkað verulega. Stjórnin hafi mótmælt því og lýst því yfir að hún myndi leiðrétta launakjör forstjórans í samræmi við upphaflega ráðningarsamninginn. „Til þess að efna ráðningarsamninginn og í samræmi við samþykkt fyrri stjórnar ákvað stjórn Landsvirkjunar á síðasta ári að uppfæra laun forstjóra með hliðsjón af launaþróun og tók breytingin gildi 1. júlí 2017 […] Mánaðarlaun forstjóra voru tæp 2,1 milljón króna fyrir breytinguna en um mitt ár urðu þau tæpar 3,3 milljónir eftir breytinguna.“ Þess ber að geta að fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum ríkisfyrirtækja tilmæli í ársbyrjun 2017 þar sem þær voru hvattar til að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Mýmörg dæmi eru nú um að þau tilmæli hafi verið hunsuð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira