Lífið

Beckham ánægður með fullkomna ferð: „Fallegt land, fallegt fólk“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
David Beckham var að birta flotta myndasyrpu frá veiðiferðinni á Instagram.
David Beckham var að birta flotta myndasyrpu frá veiðiferðinni á Instagram. Skjáskot/Instagram
David Beckham hrósar landi og þjóð í nýrri færslu á Instagram. Þar birtir hann einnig nokkrar vel valdar myndir frá heimsókn sinni. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hefur David Beckham verið í veiði í Norðurá síðustu daga með vinum sínum, þar á meðal Björgólfi Thor Björgólfssyni og Guy Richie. Hrósar hann Björgólfi sérstaklega fyrir „fullkomna“ ferð.

„Fallegt land, fallegt fólk, gestrisnin var sennilega sú besta sem við höfum fengið.“

Á myndunum má sjá félagana að veiða og fyrir framan þyrluna sem flutti hópinn á milli staða. Beckham birti nokkrar myndir af sér með fiska sem hann veiddi í ferðinni en ekki fylgir sögunni hvort þeim hafi verið sleppt eftir myndatökuna.

Myndirnar er hægt að skoða með því að smella á örvarnar í Instagram-albúminu hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.