„Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2018 13:30 Birkir Steinn Erlingsson formaður Vegan samtakanna vonar að Katrín Jakobsdóttir taki fyrir hvalveiðar. Úr einkasafni/Birkir Steinn Á sunnudaginn ætla Vegan samtökin hér á landi að koma saman fyrir framan Alþingi og mótmæla hvalveiðum. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að þar verði mótmælt þessum „grimmu og ónauðsynlegu drápum“ á hvölum í íslenskri lögsögu. „Við erum að fara að mótmæla hvalveiðum og ástæðan fyrir því er að það eru hrottalegar aðferðir sem eru notaðar við veiðarnar á þessum hvölum. Það eru margar ástæður sem er hægt að nota til þess að hætta,“ segir Birkir Steinn Erlingsson formaður Vegan samtakanna í samtali við Vísi. „Þessi tegund af hvölum er í útrýmingarhættu víðs vegar í heiminum. Hvalir eru náttúrulega bara tilfinningaverur eins og við. Mér finnst það vera aðalástæðan fyrir því að við ættum ekki að vera að veiða þá því að það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja.“Vonar að forsætisráðherra taki málið fyrir Birkir bendir á að í samfélaginu hafi fólk aðra valkosti og hvalveiðar séu því ekki nauðsynlegar. „Við höfum ekkert að gera við þetta. Við höfum aðra valkosti til að borða og þetta er ekki að skapa það mikið af vinnu að samfélagið fari á hausinn við að hætta þessu. Meiriparturinn af heiminum er á móti þessu og það er verið að skrifa greinar um þetta úti um allt, hvað það sé skrítið að við séum að byrja á þessu aftur. Með mótmælunum viljum við standa saman gegn þessu óréttlæti gegn þessum hvölum sem eru dýr eins og við.“ Hann er bjartsýnn á að mótmælin fái athygli og nái til einhvers sem getur haft áhrif á þessi mál. „Við erum að halda þessu máli vakandi og vonumst til þess að Katrín Jakobsdóttir taki þetta fyrir því það er á stefnuskrá Vinstri grænna að hætta hvalveiðum.“Frá eldri mótmælum.Facebook/Stop Whaling in IcelandErfitt að fylgjast með skipunum Mótmælin verða á Austurvelli frá klukkan 11 til 13 en nú þegar hafa margir sýnt viðburðinum áhuga á Facebook. https://www.facebook.com/events/386302151878893/„Verið er að drepa Hrefnur og Langreyðar núna í kringum Ísland. Við biðjum ykkur um að vera með okkur og krefjast fullrar verndar á þessum mögnuðu dýrum sem færa hundruði þúsunda manna gleði og hrifningu á hverju ári. Við þurfum að fagna hvölum en ekki að drepa þá. Endilega takið þátt og hjálpið okkur að búa til framtíð þar sem hvalir geta synt við Íslands strendur í friði,“ segir í tilkynningu um mótmælin. Birkir segir að erfitt sé að skipuleggja mótmæli í Hvalfirði þar sem skipin koma með hvalina. „Þeir slökktu á staðsetningarbúnaðinum sem hægt er að fylgjast með á netinu svo það er ekkert hægt að fylgjast með þeim. Við vitum það bara með klukkutíma fyrirvara, kannski, ef við erum að fylgjast með í firðinum.“ Tengdar fréttir Fyrsta langreiður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný. 29. maí 2018 14:31 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Á sunnudaginn ætla Vegan samtökin hér á landi að koma saman fyrir framan Alþingi og mótmæla hvalveiðum. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að þar verði mótmælt þessum „grimmu og ónauðsynlegu drápum“ á hvölum í íslenskri lögsögu. „Við erum að fara að mótmæla hvalveiðum og ástæðan fyrir því er að það eru hrottalegar aðferðir sem eru notaðar við veiðarnar á þessum hvölum. Það eru margar ástæður sem er hægt að nota til þess að hætta,“ segir Birkir Steinn Erlingsson formaður Vegan samtakanna í samtali við Vísi. „Þessi tegund af hvölum er í útrýmingarhættu víðs vegar í heiminum. Hvalir eru náttúrulega bara tilfinningaverur eins og við. Mér finnst það vera aðalástæðan fyrir því að við ættum ekki að vera að veiða þá því að það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja.“Vonar að forsætisráðherra taki málið fyrir Birkir bendir á að í samfélaginu hafi fólk aðra valkosti og hvalveiðar séu því ekki nauðsynlegar. „Við höfum ekkert að gera við þetta. Við höfum aðra valkosti til að borða og þetta er ekki að skapa það mikið af vinnu að samfélagið fari á hausinn við að hætta þessu. Meiriparturinn af heiminum er á móti þessu og það er verið að skrifa greinar um þetta úti um allt, hvað það sé skrítið að við séum að byrja á þessu aftur. Með mótmælunum viljum við standa saman gegn þessu óréttlæti gegn þessum hvölum sem eru dýr eins og við.“ Hann er bjartsýnn á að mótmælin fái athygli og nái til einhvers sem getur haft áhrif á þessi mál. „Við erum að halda þessu máli vakandi og vonumst til þess að Katrín Jakobsdóttir taki þetta fyrir því það er á stefnuskrá Vinstri grænna að hætta hvalveiðum.“Frá eldri mótmælum.Facebook/Stop Whaling in IcelandErfitt að fylgjast með skipunum Mótmælin verða á Austurvelli frá klukkan 11 til 13 en nú þegar hafa margir sýnt viðburðinum áhuga á Facebook. https://www.facebook.com/events/386302151878893/„Verið er að drepa Hrefnur og Langreyðar núna í kringum Ísland. Við biðjum ykkur um að vera með okkur og krefjast fullrar verndar á þessum mögnuðu dýrum sem færa hundruði þúsunda manna gleði og hrifningu á hverju ári. Við þurfum að fagna hvölum en ekki að drepa þá. Endilega takið þátt og hjálpið okkur að búa til framtíð þar sem hvalir geta synt við Íslands strendur í friði,“ segir í tilkynningu um mótmælin. Birkir segir að erfitt sé að skipuleggja mótmæli í Hvalfirði þar sem skipin koma með hvalina. „Þeir slökktu á staðsetningarbúnaðinum sem hægt er að fylgjast með á netinu svo það er ekkert hægt að fylgjast með þeim. Við vitum það bara með klukkutíma fyrirvara, kannski, ef við erum að fylgjast með í firðinum.“
Tengdar fréttir Fyrsta langreiður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný. 29. maí 2018 14:31 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Fyrsta langreiður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15
Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37
Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný. 29. maí 2018 14:31