„Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2018 13:30 Birkir Steinn Erlingsson formaður Vegan samtakanna vonar að Katrín Jakobsdóttir taki fyrir hvalveiðar. Úr einkasafni/Birkir Steinn Á sunnudaginn ætla Vegan samtökin hér á landi að koma saman fyrir framan Alþingi og mótmæla hvalveiðum. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að þar verði mótmælt þessum „grimmu og ónauðsynlegu drápum“ á hvölum í íslenskri lögsögu. „Við erum að fara að mótmæla hvalveiðum og ástæðan fyrir því er að það eru hrottalegar aðferðir sem eru notaðar við veiðarnar á þessum hvölum. Það eru margar ástæður sem er hægt að nota til þess að hætta,“ segir Birkir Steinn Erlingsson formaður Vegan samtakanna í samtali við Vísi. „Þessi tegund af hvölum er í útrýmingarhættu víðs vegar í heiminum. Hvalir eru náttúrulega bara tilfinningaverur eins og við. Mér finnst það vera aðalástæðan fyrir því að við ættum ekki að vera að veiða þá því að það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja.“Vonar að forsætisráðherra taki málið fyrir Birkir bendir á að í samfélaginu hafi fólk aðra valkosti og hvalveiðar séu því ekki nauðsynlegar. „Við höfum ekkert að gera við þetta. Við höfum aðra valkosti til að borða og þetta er ekki að skapa það mikið af vinnu að samfélagið fari á hausinn við að hætta þessu. Meiriparturinn af heiminum er á móti þessu og það er verið að skrifa greinar um þetta úti um allt, hvað það sé skrítið að við séum að byrja á þessu aftur. Með mótmælunum viljum við standa saman gegn þessu óréttlæti gegn þessum hvölum sem eru dýr eins og við.“ Hann er bjartsýnn á að mótmælin fái athygli og nái til einhvers sem getur haft áhrif á þessi mál. „Við erum að halda þessu máli vakandi og vonumst til þess að Katrín Jakobsdóttir taki þetta fyrir því það er á stefnuskrá Vinstri grænna að hætta hvalveiðum.“Frá eldri mótmælum.Facebook/Stop Whaling in IcelandErfitt að fylgjast með skipunum Mótmælin verða á Austurvelli frá klukkan 11 til 13 en nú þegar hafa margir sýnt viðburðinum áhuga á Facebook. https://www.facebook.com/events/386302151878893/„Verið er að drepa Hrefnur og Langreyðar núna í kringum Ísland. Við biðjum ykkur um að vera með okkur og krefjast fullrar verndar á þessum mögnuðu dýrum sem færa hundruði þúsunda manna gleði og hrifningu á hverju ári. Við þurfum að fagna hvölum en ekki að drepa þá. Endilega takið þátt og hjálpið okkur að búa til framtíð þar sem hvalir geta synt við Íslands strendur í friði,“ segir í tilkynningu um mótmælin. Birkir segir að erfitt sé að skipuleggja mótmæli í Hvalfirði þar sem skipin koma með hvalina. „Þeir slökktu á staðsetningarbúnaðinum sem hægt er að fylgjast með á netinu svo það er ekkert hægt að fylgjast með þeim. Við vitum það bara með klukkutíma fyrirvara, kannski, ef við erum að fylgjast með í firðinum.“ Tengdar fréttir Fyrsta langreiður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný. 29. maí 2018 14:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Á sunnudaginn ætla Vegan samtökin hér á landi að koma saman fyrir framan Alþingi og mótmæla hvalveiðum. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að þar verði mótmælt þessum „grimmu og ónauðsynlegu drápum“ á hvölum í íslenskri lögsögu. „Við erum að fara að mótmæla hvalveiðum og ástæðan fyrir því er að það eru hrottalegar aðferðir sem eru notaðar við veiðarnar á þessum hvölum. Það eru margar ástæður sem er hægt að nota til þess að hætta,“ segir Birkir Steinn Erlingsson formaður Vegan samtakanna í samtali við Vísi. „Þessi tegund af hvölum er í útrýmingarhættu víðs vegar í heiminum. Hvalir eru náttúrulega bara tilfinningaverur eins og við. Mér finnst það vera aðalástæðan fyrir því að við ættum ekki að vera að veiða þá því að það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja.“Vonar að forsætisráðherra taki málið fyrir Birkir bendir á að í samfélaginu hafi fólk aðra valkosti og hvalveiðar séu því ekki nauðsynlegar. „Við höfum ekkert að gera við þetta. Við höfum aðra valkosti til að borða og þetta er ekki að skapa það mikið af vinnu að samfélagið fari á hausinn við að hætta þessu. Meiriparturinn af heiminum er á móti þessu og það er verið að skrifa greinar um þetta úti um allt, hvað það sé skrítið að við séum að byrja á þessu aftur. Með mótmælunum viljum við standa saman gegn þessu óréttlæti gegn þessum hvölum sem eru dýr eins og við.“ Hann er bjartsýnn á að mótmælin fái athygli og nái til einhvers sem getur haft áhrif á þessi mál. „Við erum að halda þessu máli vakandi og vonumst til þess að Katrín Jakobsdóttir taki þetta fyrir því það er á stefnuskrá Vinstri grænna að hætta hvalveiðum.“Frá eldri mótmælum.Facebook/Stop Whaling in IcelandErfitt að fylgjast með skipunum Mótmælin verða á Austurvelli frá klukkan 11 til 13 en nú þegar hafa margir sýnt viðburðinum áhuga á Facebook. https://www.facebook.com/events/386302151878893/„Verið er að drepa Hrefnur og Langreyðar núna í kringum Ísland. Við biðjum ykkur um að vera með okkur og krefjast fullrar verndar á þessum mögnuðu dýrum sem færa hundruði þúsunda manna gleði og hrifningu á hverju ári. Við þurfum að fagna hvölum en ekki að drepa þá. Endilega takið þátt og hjálpið okkur að búa til framtíð þar sem hvalir geta synt við Íslands strendur í friði,“ segir í tilkynningu um mótmælin. Birkir segir að erfitt sé að skipuleggja mótmæli í Hvalfirði þar sem skipin koma með hvalina. „Þeir slökktu á staðsetningarbúnaðinum sem hægt er að fylgjast með á netinu svo það er ekkert hægt að fylgjast með þeim. Við vitum það bara með klukkutíma fyrirvara, kannski, ef við erum að fylgjast með í firðinum.“
Tengdar fréttir Fyrsta langreiður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný. 29. maí 2018 14:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Fyrsta langreiður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15
Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37
Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný. 29. maí 2018 14:31