Innlent

Útsvarið er víðast hvar í hámarki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrjú sveitarfélög eru með lágmarksútsvar.
Þrjú sveitarfélög eru með lágmarksútsvar. Vísir/pjetur

Flest sveitarfélög á landinu, eða 56, eru með hámarksútsvar, samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um rekstur sveitarfélaganna. Hámarksútsvarið er 14,52 prósent.

Útsvar 15 sveitarfélaga er á bilinu 13,14-14,48 prósent. Þrjú sveitarfélög eru með lágmarksútsvar, en það er 12,44 prósent.

Í skýrslunni kemur fram að samtals námu tekjur A-hluta sveitarfélaganna 316 milljörðum króna á árinu 2017 og jukust um 9% á milli ára.

Hlutfall skulda á móti eignum sveitarfélaganna hefur verið að lækka frá því að það náði hámarki í 73 prósentum á árinu 2009. Stóð hlutfallið í 56 prósentum á árinu 2017 og hefur ekki verið lægra frá árinu 2007. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.