Fótbolti

Nagelsmann tekur við Leipzig eftir eitt ár

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Julian Nagelsmann er yngsti knattspyrnustjórinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar.
Julian Nagelsmann er yngsti knattspyrnustjórinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Þýska úrvalsdeildarlið RB Leipzig hefur gert samning við Julian Nagelsmann um að hann verði knattspyrnustjóri félagsins frá og með næsta sumri.

Nagelsmann er 30 ára gamall og gerir fjögurra ára samning við Leipzig en hann þykir bjartasta vonin í þjálfarabransanum í Þýskalandi og hefur oft verið talað um hann sem framtíðarstjóra Bayern Munchen.

Hann hefur stýrt Hoffenheim síðan í október 2015 og náð mögnuðum árangri en Hoffenheim hafnaði í 4.sæti Bundesligunnar á síðustu leiktíð og er því á leið í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Nagelsmann mun stýra Hoffenheim í vetur en færir sig svo yfir til Leipzig næsta sumar.

Hið nýríka félag RB Leipzig hafnaði í öðru sæti Bundesligunnar á síðustu leiktíð með fimmtán stigum minna en meistarar Bayern.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.