Innlent

Tugir fíkniefnamála til viðbótar í Laugardalnum í nótt

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Secret Solstice-hátíðinni frá fyrra ári. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Frá Secret Solstice-hátíðinni frá fyrra ári. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. VÍSIR/Andri Marinó
Lögreglan á höfðuðborgarsvæðinu segir að hún hafi haft afskipti af um þrjátíu einstaklingum í Laugardalnum þar sem tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram vegna vörslu fíkniefna í gærkvöldi og nótt. Það er svipaður fjöldi fíkniefnamála og kvöldið áður.

Foreldrar höfðu lýst áhyggjum af fíkniefnaneyslu á hátíðinni fyrir helgi. Talsmaður hennar hefur gert lítið úr þeim áhyggjum. Eftir að fregnir bárust af því að rúmlega þrjátíu manns hefðu verið stöðvaðir vegna vörslu fíkniefna í Laugardalnum á föstudagskvöldi og aðfaranótt laugardags fullyrti Björn Teitsson, fjölmiðlafulltrúi Secret Solstice, að ólíklegt væri að fólkið hafi neytt fíkniefna á hátíðarsvæðinu þar sem öryggisgæsla væri þar öflug.

Í dagbók lögreglu eftir nóttina kemur fram að auk fíkniefnamálanna hafi nokkur mál sem tengjast líkamsárásum og ölvunarástandi komið upp í Laugardalnum. Nokkur fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna ölvunar- eða fíkniefnaaksturs í kringum Laugardalinn.

Þá var ölvuð kona handtekin í Laugardalnum skömmu fyrir þrjú í nótt eftir að hún sló lögreglumann. Hún var látin gista fangageymslu í nótt.


Tengdar fréttir

Fjöldi fíkniefnamála í Laugardalnum

Rúmlega þrjátíu manns voru stöðvaðir vegna vörslu fíkniefna. Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer nú fram í Laugardalnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.