Lífið

Handtekinn í London og kemur ekki fram á Secret Solstice

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Rapparinn J Hus átti að koma fram í kvöld á Secret Solstice
Rapparinn J Hus átti að koma fram í kvöld á Secret Solstice Vísir/Getty

Rapparinn J Hus var handtekinn nærri verslunarmiðstöð í London á fimmtudaginn með hníf. Rapparinn átti að koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í kvöld en ljóst er að ekki verður af því. Lögreglumenn stoppuðu bifreið sem J Hus var í vegna gruns um að hann væri með eggvopn. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu og mun því verða í haldi þangað til að mál hans verður tekið fyrir.

Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar staðfestir að hann muni ekki koma fram.
„Ég get staðfest það að hann kemur ekki fram. Hann er í varðhaldi í London,“ segir Björn. Rapparinn átti að koma fram í kvöld kl. 21.30 í Gimla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.