Fótbolti

Leikkerfi okkar Íslendinga í kvöld ætti að vera „Króa-Tíu-Leikmenn-Af“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skjáskot/Pipar/​TBWA
Stressið og spennan magnast með hverri mínútunni nú þegar líður að úrslitastundu hjá íslenska fótboltalandsliðinu á HM í fótbolta í Rússlandi.

Það er því gott að láta klassískan íslenskan húmor létta aðeins lundina og losa um alltof stífa vöðva í aðdraganda leiksins.

Fólkið á auglýsingarstofunni Pipar/​TBWA gerði sitt í að kalla fram bros hjá íslensku þjóðinni í aðdraganda leiksins í kvöld.

Pipar/​TBWA setti nefnilega inn fyndið myndband á fésbókarsíðu auglýsingastofunnar.

Þar fór starfsmaður Pipar/​TBWA yfir leikkerfið „Króa-Tíu-Leikmenn-Af“ sem ætti að vera fyrst á blaði þegar landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ákveður leikskipuslag kvöldsins.

Myndbandið er á ensku sem gerir það ekkert síður fyndið enda það er hluti af öfugri sálfræði að láta Króatana vita hvað við ætlum að gera. Það mun síðan rugla þá enn meira í ríminu hvort að íslensku strákunum sé alvara með þessu eða ekki.

Leikkerfið lítur vel út á töflunni hjá Pipar/​TBWA en myndbandið má finna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×