Aron Einar: Hugurinn er kominn á EM, þannig hugsum við Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júní 2018 22:05 Fyrirliðinn lætur heyra vel í sér vísir/vilhelm Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir íslenska landsliðið geta gengið með kassann út og borið höfuðið hátt þrátt fyrir að hafa dottið út af HM í Rússlandi í kvöld. „Við skildum allt eftir á vellinum og getum borið höfuðið hátt og ég vona að Íslendingar séu stoltir af okkur,“ sagði Aron Einar við Henry Birgi Gunnarsson í Rostov í leikslok. „Fengum á okkur klaufalegt mark en við þurftum að skora. Við fórum í þriggja manna vörn og ætluðum að bæta aðeins í, það gekk vel og við fengum allavega færi. Þetta var endamarka á milli eins og gamli góði handboltaleikurinn.“ „Að vera í séns á að komast í 16-liða úrslit á HM, maður bjóst ekkert sérstaklega við því í þessum riðli sem við vorum í.“ Þegar Aron lítur til baka yfir mótið, hvað er það sem kemur upp í hugann? „Svekkelsi af því við vildum meira. Það er orðið yfir þetta. Það er svo mikil trú í þessum hóp og mannskað. Við vissum að við værum að fara að spila á móti sterku króatísku liði en höfðum trú á því að við myndum vinna þá. Svekktir að hafa ekki náð lengra, okkur langar ekkert heim.“ Aron Einar var tæpur á því að ná mótinu en hann meiddist illa stuttu fyrir mót. Hann byrjaði samt alla leikina á mótinu og spilaði allan leikinn í dag. Henry Birgir bað fyrirliðann að vera alveg hreinsskilinn, var hann tilbúinn í leikina? „Ertu bilaður? Nei, ég var aldrei alveg leikfær. Gamla góða „fake it til you make it.“ Þetta var þannig dæmi. En mér leið samt vel á vellinum og vissi að hugurinn og adrenalínið kæmi mér í gegnum þessa leiki en það dró alveg af mér. Þið sáuð það alveg og ég vissi það sjálfur að það myndi vera þannig í síðusut mínútunum.“ „Virkilega ánægður að hafa náð 90 mínútum í dag og ég fór í betra form með hverri mínútunni sem leið, en var klárlega aldrei alveg leikfær.“ „Að vera í þessari stöðu, að hugsa að ná ekki HM, það var erfið staða og maður var neikvæður á tímum en maður trúði að maður myndi ná þessu og stoltur að hafa tekið þátt í þessu. Svekkelsi að hafa ekki náð lengra, það er það eina í þessu.“ Gerist það ekki bara næst? „Já. Hugurinn er kominn á EM. Þannig hugsum við. Svekkjum okkur á þessu í kvöld en svo er bara undirbúningur á Þjóðardeildina og við ætlum klárlega aftur á EM.“ „Að vera á stórmóti er besta upplifun í heimi, kannski fyrir utan það að eignast börn,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir íslenska landsliðið geta gengið með kassann út og borið höfuðið hátt þrátt fyrir að hafa dottið út af HM í Rússlandi í kvöld. „Við skildum allt eftir á vellinum og getum borið höfuðið hátt og ég vona að Íslendingar séu stoltir af okkur,“ sagði Aron Einar við Henry Birgi Gunnarsson í Rostov í leikslok. „Fengum á okkur klaufalegt mark en við þurftum að skora. Við fórum í þriggja manna vörn og ætluðum að bæta aðeins í, það gekk vel og við fengum allavega færi. Þetta var endamarka á milli eins og gamli góði handboltaleikurinn.“ „Að vera í séns á að komast í 16-liða úrslit á HM, maður bjóst ekkert sérstaklega við því í þessum riðli sem við vorum í.“ Þegar Aron lítur til baka yfir mótið, hvað er það sem kemur upp í hugann? „Svekkelsi af því við vildum meira. Það er orðið yfir þetta. Það er svo mikil trú í þessum hóp og mannskað. Við vissum að við værum að fara að spila á móti sterku króatísku liði en höfðum trú á því að við myndum vinna þá. Svekktir að hafa ekki náð lengra, okkur langar ekkert heim.“ Aron Einar var tæpur á því að ná mótinu en hann meiddist illa stuttu fyrir mót. Hann byrjaði samt alla leikina á mótinu og spilaði allan leikinn í dag. Henry Birgir bað fyrirliðann að vera alveg hreinsskilinn, var hann tilbúinn í leikina? „Ertu bilaður? Nei, ég var aldrei alveg leikfær. Gamla góða „fake it til you make it.“ Þetta var þannig dæmi. En mér leið samt vel á vellinum og vissi að hugurinn og adrenalínið kæmi mér í gegnum þessa leiki en það dró alveg af mér. Þið sáuð það alveg og ég vissi það sjálfur að það myndi vera þannig í síðusut mínútunum.“ „Virkilega ánægður að hafa náð 90 mínútum í dag og ég fór í betra form með hverri mínútunni sem leið, en var klárlega aldrei alveg leikfær.“ „Að vera í þessari stöðu, að hugsa að ná ekki HM, það var erfið staða og maður var neikvæður á tímum en maður trúði að maður myndi ná þessu og stoltur að hafa tekið þátt í þessu. Svekkelsi að hafa ekki náð lengra, það er það eina í þessu.“ Gerist það ekki bara næst? „Já. Hugurinn er kominn á EM. Þannig hugsum við. Svekkjum okkur á þessu í kvöld en svo er bara undirbúningur á Þjóðardeildina og við ætlum klárlega aftur á EM.“ „Að vera á stórmóti er besta upplifun í heimi, kannski fyrir utan það að eignast börn,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó