Fótbolti

Strákarnir koma heim í dag með 2,5 tonn af farangri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fyrir brottför í Gelendzhik í morgun.
Fyrir brottför í Gelendzhik í morgun. Vilhelm

Strákarnir okkar eru á heimleið en Ísland féll úr leik á HM í Rússlandi í gærkvöldi eftir 2-1 tap fyrir Króatíu í Rostov. Leikmenn íslenska liðsins gáfu allt sitt í leikinn og héldu HM-drauminum á lífi fram á síðustu stundu.

Eftir leik var flogið með landsliðshópinn til Gelendzhik, þar sem hann hefur haldið sig á milli leikjanna á HM.

Nú klukkan 10 var áætlað að taka á loft frá Gelendzhik til Kaliningrad þar sem skipt verður í flugvél Icelandair og haldið heim á leið. Áætluð lending á Keflavíkurflugvelli er klukkan 18.00 í kvöld.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd Vilhelms Gunnarssonar þá er gríðarlega mikið af farangri sem fylgir strákunum, alls 2,5 tonn.

Þess má svo geta að í flugvélinni er sá háttur hafður að landsleikjahæstu leikmenn Íslands sitja fremst í vélinni og hinir aftar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.