Fótbolti

Maradona pirraður á lygasögum um heilsu sína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maradona í stúkunni á þriðjudagskvöldið.
Maradona í stúkunni á þriðjudagskvöldið. vísir/getty
Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona segir að hann sé í fullu fjöri en margir óttuðust um heilsu Maradona eftir leik Argentínu og Nígeríu.

Maradona hafði sig mikið fram í leik Argentínu og Nígeriu á þriðjudaginn. Hann virtist ekki í fullu fjöri en eftir leikinn var hann nánast borinn inn í hús eftir að hafa sent óhugguleg merki út í stúkuna eftir sigurmark Argentínu.

„Ég var hissa á því þegar það var verið að segja að það hafi verið sjúkrabörur og sjúkrabíll. Það gerðist ekkert,” sagði Maradona. Hann segist hafa verið með teymi frá Telesur sjónvarpsstöðinni.

„Við vorum öll saman, mitt teymi og Telesur-teymi og við gátum ekki trúað því hvenig samfélagsmiðlarnir gátu byrjað eins mikla lygi sem átti ekki stoð í raunveruleikanum.”

„Þetta gerir mig reiðan því systir mín hringdi í gær og bað mig um að blístra svo hún vissi að ég væri í lagi. Hvað viltu að ég geri meira, spurði ég hana.”

„Bróðir minn er á Ítalíu, frænka mín í Bandaríkjunum og þau voru áhyggjufull því auðvitað ferðast slæmu fréttirnar hraðar en þær góðu,” sagði Maradona og bætti við að lokum:

„Ég er mjög heilsuhraustur og hugsa vel um mig.”


Tengdar fréttir

Maradona: „Það er í fínu lagi með mig“

Diego Maradona var ekki fluttur á sjúkrhús í gærkvöldi eins og erlendir miðlar sögðu frá en viðurkennir að hafa þurft aðstoð lækna í hálfleik á leik Argentínu og Nígeríu á HM í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×