Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2018 16:19 Bragi Guðbrandsson. vísir/vilhelm Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en atkvæðagreiðslan fór fram á fundi aðildarríkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í New York í dag. Bragi fékk 155 atkvæði af 195. Átján frambjóðendur sóttust eftir níu sætum í nefndinni. Bragi, ásamt fulltrúa Samóa, fékk næstflest atkvæði allra en fulltrúi Marokkó hlaut 160 atkvæði. Bragi hefur verið í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu frá því í febrúar en þar sem hann hefur nú náð kjöri í barnaréttarnefndina mun hann láta af starfi forstjóra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, fagnar úrslitum atkvæðagreiðslunnar. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Ísland hefur nú fengið rödd á þessum mikilvæga vettvangi þar sem talað er fyrir réttindum barna og bættri stöðu þeirra á grundvelli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áratuga reynsla og þekking Braga Guðbrandssonar á málefnum barna og þátttaka hans í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði mun án efa nýtast vel í störfum barnaréttarnefndarinnar,“ er haft eftir Ásmundi á vef Stjórnarráðsins.Kvartað til ráðuneytisins vegna starfa Braga Nokkur styr stóð um framboð Braga í nefndina eftir að Stundin fjallaði um að Bragi hefði sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kom fram að Ásmundur Einar hefði haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann var sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá var ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þessa þegar Bragi var tilnefndur sem fulltrúi Íslands í barnaréttarnefndina af ríkisstjórninni. Þá bárust velferðarráðuneytinu kvartanir frá barnaverndarnefndum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi vegna Barnaverndarstofu og sérstaklega vegna starfa Braga. Eitt þeirra mála sem kvartað yfir var málið sem fjallað var um í Stundinni. Fór velferðarráðuneytið í athugun á þessum kvörtunum og var niðurstaða ráðuneytisins sú að Bragi hefði ekki gerst brotlegur í starfi heldur farið út fyrir starfssvið sitt. Í byrjun maí var síðan greint frá því að Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, myndi stýra óháðri úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefndanna í garð Barnaverndarstofu og Braga. Var það niðurstaða úttektarinnar að velferðarráðuneytið hefði brotið á Braga við athugun sína þar sem málsmeðferðin hefði ekki samræmst grundvallarreglum stjórnsýsluréttar. Tengdar fréttir „Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Niðurstaða óháðrar úttektar kynnt. 8. júní 2018 10:57 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en atkvæðagreiðslan fór fram á fundi aðildarríkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í New York í dag. Bragi fékk 155 atkvæði af 195. Átján frambjóðendur sóttust eftir níu sætum í nefndinni. Bragi, ásamt fulltrúa Samóa, fékk næstflest atkvæði allra en fulltrúi Marokkó hlaut 160 atkvæði. Bragi hefur verið í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu frá því í febrúar en þar sem hann hefur nú náð kjöri í barnaréttarnefndina mun hann láta af starfi forstjóra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, fagnar úrslitum atkvæðagreiðslunnar. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Ísland hefur nú fengið rödd á þessum mikilvæga vettvangi þar sem talað er fyrir réttindum barna og bættri stöðu þeirra á grundvelli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áratuga reynsla og þekking Braga Guðbrandssonar á málefnum barna og þátttaka hans í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði mun án efa nýtast vel í störfum barnaréttarnefndarinnar,“ er haft eftir Ásmundi á vef Stjórnarráðsins.Kvartað til ráðuneytisins vegna starfa Braga Nokkur styr stóð um framboð Braga í nefndina eftir að Stundin fjallaði um að Bragi hefði sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kom fram að Ásmundur Einar hefði haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann var sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá var ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þessa þegar Bragi var tilnefndur sem fulltrúi Íslands í barnaréttarnefndina af ríkisstjórninni. Þá bárust velferðarráðuneytinu kvartanir frá barnaverndarnefndum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi vegna Barnaverndarstofu og sérstaklega vegna starfa Braga. Eitt þeirra mála sem kvartað yfir var málið sem fjallað var um í Stundinni. Fór velferðarráðuneytið í athugun á þessum kvörtunum og var niðurstaða ráðuneytisins sú að Bragi hefði ekki gerst brotlegur í starfi heldur farið út fyrir starfssvið sitt. Í byrjun maí var síðan greint frá því að Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, myndi stýra óháðri úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefndanna í garð Barnaverndarstofu og Braga. Var það niðurstaða úttektarinnar að velferðarráðuneytið hefði brotið á Braga við athugun sína þar sem málsmeðferðin hefði ekki samræmst grundvallarreglum stjórnsýsluréttar.
Tengdar fréttir „Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Niðurstaða óháðrar úttektar kynnt. 8. júní 2018 10:57 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
„Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28
Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent