Ásgeir Trausti fer hringinn og kynnir nýja plötu Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. júní 2018 06:00 Ásgeir verður í kósí kassagítarfílíng á landsbyggðinni í lok júlí. Vísir/Sigtryggur „Við ætlum að fara hringinn í kringum landið. Þetta byrjar 17. júlí. Við stoppum á fjórtán stöðum á sextán dögum. Þetta verður mjög lágstemmt. Hugmyndin er sú að fara þarna með tvo kassagítara – þetta verðum við Júlíus, gítarleikari og bakraddasöngvari, en við höfum oft tekið þessa uppstillingu áður og erum því nokkuð vanir. En við höfum aldrei gert eiginlegan túr úr því, þannig að þetta er fyrsta skiptið sem við gerum það,“ segir Ásgeir Trausti en hann ætlar að ferðast innanlands í sumar og syngja fyrir landsbyggðina. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum vikum – mig langaði í raun bara að prófa þetta, Þetta „format“ af túrum – þetta er svolítið öðruvísi þarna úti þegar við förum með allt bandið. Þá er þetta meira svona „show“ og við spilum á stærri stöðum. Mig langaði til að taka minni staði og vera nær fólkinu. Plús það að við erum að gera nýja plötu á íslensku sem kemur sennilega út mjög snemma á næsta ári. Við erum búnir að vera að vinna í henni alveg frá ársbyrjun í rauninni og erum komnir svolítið á leið með hana – ég held að sumarið farið svolítið í að vinna að henni. Við ætlum þá líka að nýta þessa ferð í að kynna þau lög svona sem fyrsta „build up“ að þessari plötu.“ Ásgeir gaf síðast út plötu, Afterglow, árið 2017 og þá á ensku en síðustu tvær plötur hafa verið á þeirri annars ágætu tungu. Þetta gerir þá fyrstu plötu Ásgeirs síðan 2012 sem er á íslensku en það var auðvitað klassíkin Dýrð í dauðaþögn sem vann svo eftirminnilega hjörtu landsmanna.Verður þessi nýja plata á lágstemmdu nótunum í takt við þema túrsins? „Hugmyndin að þessari plötu byrjaði þannig að hún átti að vera lágstemmd og kassagítar-byggð, en ég held að hún verði svolítið í bland. Eftir að við fórum að vinna að henni áttaði ég mig á því að það gerði lögunum bara gott að stækka þau aðeins, en þau verða svona frekar í lágstemmdari kantinum.“ Ásgeir er búinn að vera að túra heiminn nánast stanslaust síðustu árin og búinn að stíga á svið í hverju skúmaskoti í öllum heimsálfum, þannig að það liggur við að spyrja hvort þetta sé svona smá léttir, hvort hann búist við að þetta ferðalag verði í rólegri kantinum. „Ég hugsa það, það verður samt að koma í ljós. Þetta verður samt alveg svolítill túr – þetta eru alveg fjórtán gigg á sextán dögum – það er næstum gigg á dag. Þannig að þetta verður ekkert svo ósvipað, þannig lagað. En eins og ég segi, þetta verður lágstemmdara og þægilegra að því leytinu. Auðvitað minni ferðalög. Ætli þetta verði ekki minna vesen yfirhöfuð.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag: Hlustaðu og njóttu! Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Ásgeir Trausti gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Unbound og er af óútkominni plötu hans Afterglow. Platan kemur út 5. maí næstkomandi. 24. janúar 2017 21:39 Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. 3. apríl 2018 14:15 Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
„Við ætlum að fara hringinn í kringum landið. Þetta byrjar 17. júlí. Við stoppum á fjórtán stöðum á sextán dögum. Þetta verður mjög lágstemmt. Hugmyndin er sú að fara þarna með tvo kassagítara – þetta verðum við Júlíus, gítarleikari og bakraddasöngvari, en við höfum oft tekið þessa uppstillingu áður og erum því nokkuð vanir. En við höfum aldrei gert eiginlegan túr úr því, þannig að þetta er fyrsta skiptið sem við gerum það,“ segir Ásgeir Trausti en hann ætlar að ferðast innanlands í sumar og syngja fyrir landsbyggðina. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum vikum – mig langaði í raun bara að prófa þetta, Þetta „format“ af túrum – þetta er svolítið öðruvísi þarna úti þegar við förum með allt bandið. Þá er þetta meira svona „show“ og við spilum á stærri stöðum. Mig langaði til að taka minni staði og vera nær fólkinu. Plús það að við erum að gera nýja plötu á íslensku sem kemur sennilega út mjög snemma á næsta ári. Við erum búnir að vera að vinna í henni alveg frá ársbyrjun í rauninni og erum komnir svolítið á leið með hana – ég held að sumarið farið svolítið í að vinna að henni. Við ætlum þá líka að nýta þessa ferð í að kynna þau lög svona sem fyrsta „build up“ að þessari plötu.“ Ásgeir gaf síðast út plötu, Afterglow, árið 2017 og þá á ensku en síðustu tvær plötur hafa verið á þeirri annars ágætu tungu. Þetta gerir þá fyrstu plötu Ásgeirs síðan 2012 sem er á íslensku en það var auðvitað klassíkin Dýrð í dauðaþögn sem vann svo eftirminnilega hjörtu landsmanna.Verður þessi nýja plata á lágstemmdu nótunum í takt við þema túrsins? „Hugmyndin að þessari plötu byrjaði þannig að hún átti að vera lágstemmd og kassagítar-byggð, en ég held að hún verði svolítið í bland. Eftir að við fórum að vinna að henni áttaði ég mig á því að það gerði lögunum bara gott að stækka þau aðeins, en þau verða svona frekar í lágstemmdari kantinum.“ Ásgeir er búinn að vera að túra heiminn nánast stanslaust síðustu árin og búinn að stíga á svið í hverju skúmaskoti í öllum heimsálfum, þannig að það liggur við að spyrja hvort þetta sé svona smá léttir, hvort hann búist við að þetta ferðalag verði í rólegri kantinum. „Ég hugsa það, það verður samt að koma í ljós. Þetta verður samt alveg svolítill túr – þetta eru alveg fjórtán gigg á sextán dögum – það er næstum gigg á dag. Þannig að þetta verður ekkert svo ósvipað, þannig lagað. En eins og ég segi, þetta verður lágstemmdara og þægilegra að því leytinu. Auðvitað minni ferðalög. Ætli þetta verði ekki minna vesen yfirhöfuð.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag: Hlustaðu og njóttu! Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Ásgeir Trausti gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Unbound og er af óútkominni plötu hans Afterglow. Platan kemur út 5. maí næstkomandi. 24. janúar 2017 21:39 Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. 3. apríl 2018 14:15 Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Ásgeir Trausti gefur út nýtt lag: Hlustaðu og njóttu! Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Ásgeir Trausti gaf út nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Unbound og er af óútkominni plötu hans Afterglow. Platan kemur út 5. maí næstkomandi. 24. janúar 2017 21:39
Tók um 40 mínútur að opna rammgert flöskuskeyti Ásgeirs Trausta Sigrún Sigurpálsdóttir, þekktur þrifsnappari og fjögurra barna móðir á Egilsstöðum, datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar hún fann flöskuskeyti með vínylplötu tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi. 3. apríl 2018 14:15