Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júní 2018 08:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/eyþór Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. „Aðalatriðið er að það er ekki til of mikils mælst að fólk spili eftir reglunum. Þótt við viljum auðvitað almennt hafa eftirlit í lágmarki þá þarf að gera átak í þessum efnum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því í apríl kemur fram að um 3,2 milljónir gistinátta hafi verið seldar í gegnum Airbnb í fyrra, af alls 11,6 milljónum gistinátta sem seldar voru á árinu. Til samanburðar seldu hótel landsins um 4,3 milljónir gistinátta árið 2017. Airbnb er þannig orðin næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins, með 30 prósenta hlutdeild, og um þrisvar sinnum stærri en sú þriðja umfangsmesta, gistiheimilin. Þá kemur fram að gistinóttum hafi fjölgað um 2,1 milljón á síðasta ári, en af þeirri fjölgun hafi Airbnb tekið til sín 76 prósenta hlutdeild.Sjá einnig: Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Þórdís segir að markmiðið með átakinu sé að fleiri skrái sig og standi skil á réttum gjöldum, en tekjur Airbnb-leigusala námu 19,4 milljörðum króna í fyrra og jukust um 109 prósent frá fyrra ári samkvæmt sömu skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar. „Gert er ráð fyrir að um leið og eftirlit með heimagistingu verður sýnilegra og virkara, muni það hafa hvetjandi áhrif á einstaklinga til að skrá skammtímaútleigu sína. Einnig verður auðveldara að halda utan um þá leigu sem með réttu ætti að fara til atvinnurekstrar.“ Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kemur til með að útfæra heimagistingarvaktina og hefur metið það sem svo að átta starfsmanna sé þörf til þess að herða eftirlitið. Lagt er upp með að hlutverk starfsmanna verði að framkvæma vettvangsrannsóknir í kjölfar kvartana eða ábendinga frá almennum borgurum og á grundvelli upplýsinga úr frumkvæðiseftirliti samkvæmt upplýsingum frá ferðamálaráðuneytinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. „Aðalatriðið er að það er ekki til of mikils mælst að fólk spili eftir reglunum. Þótt við viljum auðvitað almennt hafa eftirlit í lágmarki þá þarf að gera átak í þessum efnum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því í apríl kemur fram að um 3,2 milljónir gistinátta hafi verið seldar í gegnum Airbnb í fyrra, af alls 11,6 milljónum gistinátta sem seldar voru á árinu. Til samanburðar seldu hótel landsins um 4,3 milljónir gistinátta árið 2017. Airbnb er þannig orðin næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins, með 30 prósenta hlutdeild, og um þrisvar sinnum stærri en sú þriðja umfangsmesta, gistiheimilin. Þá kemur fram að gistinóttum hafi fjölgað um 2,1 milljón á síðasta ári, en af þeirri fjölgun hafi Airbnb tekið til sín 76 prósenta hlutdeild.Sjá einnig: Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Þórdís segir að markmiðið með átakinu sé að fleiri skrái sig og standi skil á réttum gjöldum, en tekjur Airbnb-leigusala námu 19,4 milljörðum króna í fyrra og jukust um 109 prósent frá fyrra ári samkvæmt sömu skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar. „Gert er ráð fyrir að um leið og eftirlit með heimagistingu verður sýnilegra og virkara, muni það hafa hvetjandi áhrif á einstaklinga til að skrá skammtímaútleigu sína. Einnig verður auðveldara að halda utan um þá leigu sem með réttu ætti að fara til atvinnurekstrar.“ Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kemur til með að útfæra heimagistingarvaktina og hefur metið það sem svo að átta starfsmanna sé þörf til þess að herða eftirlitið. Lagt er upp með að hlutverk starfsmanna verði að framkvæma vettvangsrannsóknir í kjölfar kvartana eða ábendinga frá almennum borgurum og á grundvelli upplýsinga úr frumkvæðiseftirliti samkvæmt upplýsingum frá ferðamálaráðuneytinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17
Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. 11. apríl 2018 11:45