Sverrir Ingi: Þetta köllum við nú bara hafgolu Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 14:30 Sverrir Ingi á æfingu í dag. vísir/vilhelm Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er hæstánægður með aðstæður í Kabardinka þar sem að liðið æfir en völlurinn lítur glæsilega út og virkar í topp standi. „Völlurinn er frábær og bara eins góður og að hann getur verið, held ég,“ segir Sverrir Ingi sem var í viðtölum fyrir æfingu strákanna okkar í dag. Veðrið setti smá strik í reikninginn á æfingasvæðinu í dag. Mikið rok var í nótt sem felldi grindur sem áttu að koma í veg fyrir að blaðamenn á svæðinu gætu horft á æfinguna. Þeir voru í staðinn sendir heim þegar að æfingin hófst. „Þeir kalla þetta rok hérna en við þekkjum þetta ekki sem rok heima. Þar er þetta eiginlega hafgola. Það er fínt að fá smá kælingu inn á milli í hitanum,“ segir Sverrir léttur, en aðstæður á hótelinu eru einnig mjög góðar, að hans sögn. „Hótelið er mjög fínt. Það er búið að gera það eins gott og mögulegt er fyrir okkur þannig að okkur líður vel þarna. Menn hafa verið að aðlagast tímamismuninum en svo erum við með ýmislegt sem er búið að setja upp fyrir okkur. Okkur ætti ekki að leiðast þarna.“ Miðvörðurinn öflugi hefur sett mikla pressu á Ragnar Sigurðsson og Kára Árnason og gæti allt eins byrjað fyrsta leik á móti Argentínu. Hann miðar allavega sinn undirbúning við það. „Auðvitað reynir maður að undirbúa sig eins og maður sé að fara að spila en það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Þetta verða þrír hörkuleikir með mislöngum tíma á milli þannig að þeir leikmenn sem byrja ekki fyrsta eða annan leik þurfa að vera klárir þegar að kallið kemur,“ segir Sverrir, en hefur samkeppnin áhrif á vinskap þremenninganna? „Alls ekki. Við náum allir mjög vel saman. Við erum allir saman í þessu hvort sem að það sé ég eða einhver annar sem spilar. Við styðjum hvorn annan alla leið enda vitum við að okkar sterkasta vopn er liðsheildin. Við munum klárlega halda áfram að styðja hvorn annan því að það er það sem hefur verið að virka,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hjörvar fékk góða hugmynd til að auglýsa Sumarmessuna Þegar tveir góðir menn hittast í messu hjá Rikka G þá fæðast góðar hugmyndir. 11. júní 2018 14:00 Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn. 11. júní 2018 13:30 Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er hæstánægður með aðstæður í Kabardinka þar sem að liðið æfir en völlurinn lítur glæsilega út og virkar í topp standi. „Völlurinn er frábær og bara eins góður og að hann getur verið, held ég,“ segir Sverrir Ingi sem var í viðtölum fyrir æfingu strákanna okkar í dag. Veðrið setti smá strik í reikninginn á æfingasvæðinu í dag. Mikið rok var í nótt sem felldi grindur sem áttu að koma í veg fyrir að blaðamenn á svæðinu gætu horft á æfinguna. Þeir voru í staðinn sendir heim þegar að æfingin hófst. „Þeir kalla þetta rok hérna en við þekkjum þetta ekki sem rok heima. Þar er þetta eiginlega hafgola. Það er fínt að fá smá kælingu inn á milli í hitanum,“ segir Sverrir léttur, en aðstæður á hótelinu eru einnig mjög góðar, að hans sögn. „Hótelið er mjög fínt. Það er búið að gera það eins gott og mögulegt er fyrir okkur þannig að okkur líður vel þarna. Menn hafa verið að aðlagast tímamismuninum en svo erum við með ýmislegt sem er búið að setja upp fyrir okkur. Okkur ætti ekki að leiðast þarna.“ Miðvörðurinn öflugi hefur sett mikla pressu á Ragnar Sigurðsson og Kára Árnason og gæti allt eins byrjað fyrsta leik á móti Argentínu. Hann miðar allavega sinn undirbúning við það. „Auðvitað reynir maður að undirbúa sig eins og maður sé að fara að spila en það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Þetta verða þrír hörkuleikir með mislöngum tíma á milli þannig að þeir leikmenn sem byrja ekki fyrsta eða annan leik þurfa að vera klárir þegar að kallið kemur,“ segir Sverrir, en hefur samkeppnin áhrif á vinskap þremenninganna? „Alls ekki. Við náum allir mjög vel saman. Við erum allir saman í þessu hvort sem að það sé ég eða einhver annar sem spilar. Við styðjum hvorn annan alla leið enda vitum við að okkar sterkasta vopn er liðsheildin. Við munum klárlega halda áfram að styðja hvorn annan því að það er það sem hefur verið að virka,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hjörvar fékk góða hugmynd til að auglýsa Sumarmessuna Þegar tveir góðir menn hittast í messu hjá Rikka G þá fæðast góðar hugmyndir. 11. júní 2018 14:00 Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn. 11. júní 2018 13:30 Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Hjörvar fékk góða hugmynd til að auglýsa Sumarmessuna Þegar tveir góðir menn hittast í messu hjá Rikka G þá fæðast góðar hugmyndir. 11. júní 2018 14:00
Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn. 11. júní 2018 13:30
Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52
Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00
Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30
HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00