Lífið

Fengu himnasendingu frá Dóra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gauti er kominn með 11 gigg á 11 dögum.
Gauti er kominn með 11 gigg á 11 dögum.

Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum.

Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá ellefta þáttinn en þá eru drengirnir mættir á Ísafjörð.

Í þættinum kemur fram að Ísafjarðarleggurinn hafi verið erfiður. Það tók þá níu klukkustundir að keyra frá Akureyri til Ísafjarðar og er komin ákveðin þreyta í hópinn.

Strákarnir fengu að gista hjá Dóra á Húsinu og fengu konunglegar móttökur. Söngkonan Bríet kom fram á undan Emmsjé Gauta á Húsinu á Ísafirði og stóð hún sig vel áður en drengirnir tróðu upp.


Tengdar fréttir

JóiPé og Króli „handteknir“ á Blönduósi

Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.