Lífið

Páll hrasaði í pontu og Áslaug Arna gleðst yfir óförum hans

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Önnur umræða um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum stóð yfir í þinginu þegar Páll hrasaði.
Önnur umræða um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum stóð yfir í þinginu þegar Páll hrasaði. Mynd/Skjáskot

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins hrasaði í pontu á Alþingi í morgun en hann deildi myndbandi af atvikinu á Facebook-síðu sinni í dag.

„Það trúir því auðvitað enginn en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er óttalegt meinhorn og gleðst gjarnan mikið yfir óförum annarra. Ég var nærri dottinn í þinginu í morgun þegar ég óvart braut þá siðvenju að ganga EKKI milli ræðustóls og forsetastóls á leið um þingsalinn,“ skrifar Páll og bætir við að téð Áslaug Arna hafi klippt myndbandið til og sýni nú „öllum sem hún hittir.“

Í myndbandinu sést hvernig Páll kemur gangandi fram hjá ræðupúltinu í þingsalnum og hrasar. Þetta þykir Áslaugu Örnu augljóslega nokkuð fyndið en í myndbandinu, sem tekið er upp á síma af tölvuskjá, heyrist hún flissa yfir óförum Páls.

Færslu Páls og umrætt myndband má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.