Lífið

Páll hrasaði í pontu og Áslaug Arna gleðst yfir óförum hans

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Önnur umræða um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum stóð yfir í þinginu þegar Páll hrasaði.
Önnur umræða um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum stóð yfir í þinginu þegar Páll hrasaði. Mynd/Skjáskot
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins hrasaði í pontu á Alþingi í morgun en hann deildi myndbandi af atvikinu á Facebook-síðu sinni í dag.

„Það trúir því auðvitað enginn en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er óttalegt meinhorn og gleðst gjarnan mikið yfir óförum annarra. Ég var nærri dottinn í þinginu í morgun þegar ég óvart braut þá siðvenju að ganga EKKI milli ræðustóls og forsetastóls á leið um þingsalinn,“ skrifar Páll og bætir við að téð Áslaug Arna hafi klippt myndbandið til og sýni nú „öllum sem hún hittir.“

Í myndbandinu sést hvernig Páll kemur gangandi fram hjá ræðupúltinu í þingsalnum og hrasar. Þetta þykir Áslaugu Örnu augljóslega nokkuð fyndið en í myndbandinu, sem tekið er upp á síma af tölvuskjá, heyrist hún flissa yfir óförum Páls.

Færslu Páls og umrætt myndband má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×