Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 08:28 Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. Vísir/Aðsent Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Lækjargötu um klukkan 15 mínútur fyrir átta í morgun. Miklar umferðartafir hafa verið á svæðinu vegna atviksins. Skúli Jónsson stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að lögregla og sjúkralið séu enn að störfum á vettvangi. Reykjanesbrautin er lokuð til norðurs og er líka lokað við Kaldársel. Umferð er vísað inn á Strandgötu.Ökumaðurinn skemmdi marga bíla en þegar hann komst ekki lengra ákvað hann að reyna að flýja fótgangandi.Vísir/AðsentSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var þetta stórt umferðarslys en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Samkvæmt heimildum fréttastofu skemmdust níu bílar. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður aftur fyrir umferð.Uppfært 08:55 Vitni að atvikinu segir í samtali við Vísi að það hafi ökumaður á fólksbíl á flótta undan lögreglunni sem ók inn í bílaþvöguna fyrir framan hringtorgið við Lækjargötu. Hafði hann þá áður flakkað milli akreina í framúrakstri á miklum hraða með lögregluna á eftir sér á Reykjanesbrautinni. Bifreiðar voru stopp á tveimur akreinum við hringtorgið og brá ökumaðurinn þá á það ráð að fara á milli bílaraðanna og keyrði þar utan í átta bifreiðar, sumar þeirra enduðu utan vegar. Þá fór maðurinn út úr bílnum og reyndi að flýja vettvang með því að hlaupa í burtu en samkvæmt sjónarvottum náðu lögreglumennirnir að hlaupa hann uppi og var hann handtekinn á staðnum. Ökumönnum var mjög brugðið og sagði sjónarvottur að litlu hafi mátt muna að illa færi. Lögregla er enn að störfum á vettvangiVísir/BaldurUppfært 09:46 Reykjanesbraut í Hafnarfirði er enn lokuð til norðurs frá Ásbraut að Lækjargötu, samkvæmt nýrri tilkynningu frá lögreglu. Vinnu lögreglu á vettvangi er ekki lokið, en vonast er til að hægt verði að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir um það bil hálftíma. Sævar Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglunni segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem fluttur var á sjúkrahús hafi ekki verið í bílnum sem lögreglan veitti eftirför, heldur í einum af bílunum sem ekið var á. Uppfært 10:30 Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð á ný. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Lækjargötu um klukkan 15 mínútur fyrir átta í morgun. Miklar umferðartafir hafa verið á svæðinu vegna atviksins. Skúli Jónsson stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að lögregla og sjúkralið séu enn að störfum á vettvangi. Reykjanesbrautin er lokuð til norðurs og er líka lokað við Kaldársel. Umferð er vísað inn á Strandgötu.Ökumaðurinn skemmdi marga bíla en þegar hann komst ekki lengra ákvað hann að reyna að flýja fótgangandi.Vísir/AðsentSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var þetta stórt umferðarslys en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Samkvæmt heimildum fréttastofu skemmdust níu bílar. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður aftur fyrir umferð.Uppfært 08:55 Vitni að atvikinu segir í samtali við Vísi að það hafi ökumaður á fólksbíl á flótta undan lögreglunni sem ók inn í bílaþvöguna fyrir framan hringtorgið við Lækjargötu. Hafði hann þá áður flakkað milli akreina í framúrakstri á miklum hraða með lögregluna á eftir sér á Reykjanesbrautinni. Bifreiðar voru stopp á tveimur akreinum við hringtorgið og brá ökumaðurinn þá á það ráð að fara á milli bílaraðanna og keyrði þar utan í átta bifreiðar, sumar þeirra enduðu utan vegar. Þá fór maðurinn út úr bílnum og reyndi að flýja vettvang með því að hlaupa í burtu en samkvæmt sjónarvottum náðu lögreglumennirnir að hlaupa hann uppi og var hann handtekinn á staðnum. Ökumönnum var mjög brugðið og sagði sjónarvottur að litlu hafi mátt muna að illa færi. Lögregla er enn að störfum á vettvangiVísir/BaldurUppfært 09:46 Reykjanesbraut í Hafnarfirði er enn lokuð til norðurs frá Ásbraut að Lækjargötu, samkvæmt nýrri tilkynningu frá lögreglu. Vinnu lögreglu á vettvangi er ekki lokið, en vonast er til að hægt verði að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir um það bil hálftíma. Sævar Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglunni segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem fluttur var á sjúkrahús hafi ekki verið í bílnum sem lögreglan veitti eftirför, heldur í einum af bílunum sem ekið var á. Uppfært 10:30 Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð á ný.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira