Innlent

Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Dagur Hoe Sigurjónsson var leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur að loknu þinghaldi í gær. Aðalmeðferð var framhaldið í dag.
Dagur Hoe Sigurjónsson var leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur að loknu þinghaldi í gær. Aðalmeðferð var framhaldið í dag.
Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. Degi er gefið að sök að hafa stungið tvo albanska menn á Austurvelli í desember í fyrra með þeim afleiðingum að annar þeirra, Klevis Sula, lést af sárum sínum.Aðalmeðferð fór fram í málinu í gær og í dag þar sem Dagur gaf sjálfur skýrslu, auk vitna. Hann var metinn sakhæfur af Tómasi Zoëga, dómskvöddum matsmanni.Í frétt RÚV er haft eftir Tómasi að ekki hafi verið hægt að finna nein bein geðrofseinkenni þrátt fyrir að Dagur segðist hafa heyrt rödd í höfði sér frá átta eða níu ára aldri.Sagði Tómas þetta langt frá því að vera einfalt mat og Dagur hefði vissulega strítt við ýmis vandamál frá unga aldri, svo sem þráhyggju, sjálfssköðun, Tourette og ADHD.Hann hafi hins vegar að eigin sögn verið byrjaður að ná tökum á sínum málum mánuðina fyrir árásina í desember. Ekki sé séð að Dagur uppfylli nein skilyrði fyrir ósakhæfi.


Tengdar fréttir

Grunaður morðingi ber við minnisleysi

Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.