Tísti um „lága greindarvísitölu“ De Niro en gerði sjálfur stafsetningarvillu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 22:41 Donald Trump Bandaríkjaforseti notar gjarnan Twitter til að skjóta á pólitíska andstæðinga sína. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut á bandaríska leikarann Robert de Niro á Twitter í kvöld eftir að sá síðarnefndi formælti forsetanum á sviði þegar Tony-verðlaunin voru afhent á sunnudagskvöld. Athygli vekur að Trump sagði de Niro með „lága greindarvísitölu“ en gerði sjálfur stafsetningarvillu í tísti sínu. „Robert de Niro, einstaklingur með mjög lága greindarvísitölu, hefur hlotið of mörg högg á höfuðið af hendi alvöru hnefaleikamanna í kvikmyndum,“ skrifaði Trump í tísti sem birtist á Twitter-reikningi hans í kvöld. Glöggir sjá að forsetinn stafsetur þar orðið „too“, sem á íslensku útleggst sem „of“, með einu o-i þar sem ættu að vera tvö. „Ég horfði á hann í gærkvöldi og ég trúi því í einlægni að hann gæti verið „vankaður“ (e. punch-drunk),“ bætti Trump við.Tíst Trumps, með stafsetningarvillunni, sem hann birti í gær. Tístunum var eytt skömmu síðar og endurbirt, villulaus, daginn eftir.Skjáskot/TwitterÞar vísaði Trump líklega til kvikmyndarinnar Raging Bull, sem kom út árið 1980, en þar fór de Niro með hlutverk hnefaleikakappans Jake LaMotta. Þá lék hann einnig hnefaleikamann í kvikmyndinni Grudge Match frá árinu 2013. Ummæli de Niro um Trump voru ritskoðuð á sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld en hann fór þar ófögrum orðum um forsetann. „Ég vil bara segja eitt. Svei Trump [e. Fuck Trump]. Þetta er ekki lengur niður með Trump. Þetta er svei Trump,“ sagði de Niro. Þá notaði Trump, sem er nýlokinn við sögulegan fund sinn og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, einnig tækifærið á Twitter í kvöld og hældi sjálfum sér fyrir velgengni í starfi. Þetta taldi Trump de Niro líklega ekki meðvitaðan um og bað leikarann, sem hann kallaði „Punchy“, að ranka við sér.Uppfært 13. júní kl. 11:50: Trump eyddi upphaflegu tístunum með stafsetningarvillunni skömmu eftir að hann birti þau. Ný tíst, án villunnar, litu dagsins ljós nú í morgun að íslenskum tíma en þau má sjá hér að neðan....realize the economy is the best it's ever been with employment being at an all time high, and many companies pouring back into our country. Wake up Punchy!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir De Niro bölvaði Trump á Tony-verðlaunahátíðinni Óskarsverðlaunaleikarinn sveiaði Bandaríkjaforseta áður en hann kynnti Bruce Springsteen til leiks. 11. júní 2018 07:43 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut á bandaríska leikarann Robert de Niro á Twitter í kvöld eftir að sá síðarnefndi formælti forsetanum á sviði þegar Tony-verðlaunin voru afhent á sunnudagskvöld. Athygli vekur að Trump sagði de Niro með „lága greindarvísitölu“ en gerði sjálfur stafsetningarvillu í tísti sínu. „Robert de Niro, einstaklingur með mjög lága greindarvísitölu, hefur hlotið of mörg högg á höfuðið af hendi alvöru hnefaleikamanna í kvikmyndum,“ skrifaði Trump í tísti sem birtist á Twitter-reikningi hans í kvöld. Glöggir sjá að forsetinn stafsetur þar orðið „too“, sem á íslensku útleggst sem „of“, með einu o-i þar sem ættu að vera tvö. „Ég horfði á hann í gærkvöldi og ég trúi því í einlægni að hann gæti verið „vankaður“ (e. punch-drunk),“ bætti Trump við.Tíst Trumps, með stafsetningarvillunni, sem hann birti í gær. Tístunum var eytt skömmu síðar og endurbirt, villulaus, daginn eftir.Skjáskot/TwitterÞar vísaði Trump líklega til kvikmyndarinnar Raging Bull, sem kom út árið 1980, en þar fór de Niro með hlutverk hnefaleikakappans Jake LaMotta. Þá lék hann einnig hnefaleikamann í kvikmyndinni Grudge Match frá árinu 2013. Ummæli de Niro um Trump voru ritskoðuð á sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld en hann fór þar ófögrum orðum um forsetann. „Ég vil bara segja eitt. Svei Trump [e. Fuck Trump]. Þetta er ekki lengur niður með Trump. Þetta er svei Trump,“ sagði de Niro. Þá notaði Trump, sem er nýlokinn við sögulegan fund sinn og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, einnig tækifærið á Twitter í kvöld og hældi sjálfum sér fyrir velgengni í starfi. Þetta taldi Trump de Niro líklega ekki meðvitaðan um og bað leikarann, sem hann kallaði „Punchy“, að ranka við sér.Uppfært 13. júní kl. 11:50: Trump eyddi upphaflegu tístunum með stafsetningarvillunni skömmu eftir að hann birti þau. Ný tíst, án villunnar, litu dagsins ljós nú í morgun að íslenskum tíma en þau má sjá hér að neðan....realize the economy is the best it's ever been with employment being at an all time high, and many companies pouring back into our country. Wake up Punchy!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir De Niro bölvaði Trump á Tony-verðlaunahátíðinni Óskarsverðlaunaleikarinn sveiaði Bandaríkjaforseta áður en hann kynnti Bruce Springsteen til leiks. 11. júní 2018 07:43 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
De Niro bölvaði Trump á Tony-verðlaunahátíðinni Óskarsverðlaunaleikarinn sveiaði Bandaríkjaforseta áður en hann kynnti Bruce Springsteen til leiks. 11. júní 2018 07:43