Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Sóknarnefndarformaðurinn útvegaði mannskap til að koma legsteini Viggu gömlu fyrir í Skeiðaflatarkirkjugarði. Þar bíður steininn þess að verða afhjúpaður. Eva Dögg Þorsteinsdóttir Jóna Sigríður Jónsdóttir, upphafskona að söfnun fyrir legsteini á gröf förukonunnar Viggu gömlu, segir ekki rétt sem fram kom í máli séra Skírnis Garðarssonar í Fréttablaðinu í gær að ekki væri óskað nærveru hans við afhjúpun steinsins á laugardag. Séra Skírnir var afleysingaprestur í Vík í Mýrdal nýliðinn vetur í fjarveru séra Haraldar Kristjánssonar og átti síðan að vera út sumarið líka samkvæmt nýlegri ákvörðun. Skírnir, sem er héraðsprestur á Suður landi og hleypur því í skarðið þar sem þörf er á, var hins vegar óvænt leystur undan skyldustörfum í Mýrdal á þriðjudag.Sjá einnig: Látinn taka poka sinn rétt fyrir vígsluathöfn „Séra Skírnir sýndi söfnuninni fyrir legsteini strax í upphafi mikinn áhuga og hafði samband við mig og kom með tillögur að því hvernig athöfnin ætti að vera þegar þar að kæmi,“ segir Jóna. Presturinn hafi fylgst með framkvæmdinni af miklum áhuga og verið öðru hvoru í sambandi við hana. Skírnir hafi jafnvel útbúið fullmótaða dagskrá.Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi.„Ég hef þakkað honum fyrir áhugann, en sagt honum að við sem stöndum að söfnuninni ætlum að stjórna ferðinni og ákveða hvernig athöfnin komi til með að verða.“ Jóna telur að séra Skírnir hafi látið í það skína í samtölum við Fréttablaðið að hann hafi átt frumkvæði að söfnuninni fyrir legsteininum. „Ég vil að það komi skýrt fram að séra Skírnir á engan þátt í að söfnunin fór af stað né hvernig henni var stjórnað. Ég hef heldur aldrei í okkar samtölum óskað eftir aðstoð hans,“ undirstrikar Jóna. Hún segir að í vor hafi Skírnir hringt í hana og sagst á förum úr prestakallinu. „Hann gæti því ekki séð um athöfnina fyrir okkur. Þess hafði reyndar heldur aldrei verið óskað.“ Þá segir Jóna að hún hafi ætlað að láta Skírni vita af tímasetningu athafnarinnar eins og hann hafi beðið um svo hann gæti verið viðstaddur. „Allir eru velkomnir á laugardaginn í Skeiðflatarkirkju og því alls ekki rétt sem hann segir, að nærveru hans sé ekki óskað,“ ítrekar hún. Einnig gerir Jóna athugasemd við það að Skírnir segi málið hafa valdið usla meðal kirkjufólks. „Ég hef ekki orðið vör við neinn usla heldur þvert á móti hef ég einungis orðið vör við ánægju og gleði yfir að Vigga gamla fái nú loks minnisvarðann sinn.“ Tengdar fréttir Látinn taka poka sinn rétt fyrir vígsluathöfn Séra Skírni Garðarssyni sárnar að sóknarprestur sem hann hefur leyst af í Vík verði við vígslu legsteins á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu. Skírnir átti að þjóna út sumarið í Mýrdal en var óvænt leystur undan þeirri skyldu sinni 13. júní 2018 06:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Jóna Sigríður Jónsdóttir, upphafskona að söfnun fyrir legsteini á gröf förukonunnar Viggu gömlu, segir ekki rétt sem fram kom í máli séra Skírnis Garðarssonar í Fréttablaðinu í gær að ekki væri óskað nærveru hans við afhjúpun steinsins á laugardag. Séra Skírnir var afleysingaprestur í Vík í Mýrdal nýliðinn vetur í fjarveru séra Haraldar Kristjánssonar og átti síðan að vera út sumarið líka samkvæmt nýlegri ákvörðun. Skírnir, sem er héraðsprestur á Suður landi og hleypur því í skarðið þar sem þörf er á, var hins vegar óvænt leystur undan skyldustörfum í Mýrdal á þriðjudag.Sjá einnig: Látinn taka poka sinn rétt fyrir vígsluathöfn „Séra Skírnir sýndi söfnuninni fyrir legsteini strax í upphafi mikinn áhuga og hafði samband við mig og kom með tillögur að því hvernig athöfnin ætti að vera þegar þar að kæmi,“ segir Jóna. Presturinn hafi fylgst með framkvæmdinni af miklum áhuga og verið öðru hvoru í sambandi við hana. Skírnir hafi jafnvel útbúið fullmótaða dagskrá.Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi.„Ég hef þakkað honum fyrir áhugann, en sagt honum að við sem stöndum að söfnuninni ætlum að stjórna ferðinni og ákveða hvernig athöfnin komi til með að verða.“ Jóna telur að séra Skírnir hafi látið í það skína í samtölum við Fréttablaðið að hann hafi átt frumkvæði að söfnuninni fyrir legsteininum. „Ég vil að það komi skýrt fram að séra Skírnir á engan þátt í að söfnunin fór af stað né hvernig henni var stjórnað. Ég hef heldur aldrei í okkar samtölum óskað eftir aðstoð hans,“ undirstrikar Jóna. Hún segir að í vor hafi Skírnir hringt í hana og sagst á förum úr prestakallinu. „Hann gæti því ekki séð um athöfnina fyrir okkur. Þess hafði reyndar heldur aldrei verið óskað.“ Þá segir Jóna að hún hafi ætlað að láta Skírni vita af tímasetningu athafnarinnar eins og hann hafi beðið um svo hann gæti verið viðstaddur. „Allir eru velkomnir á laugardaginn í Skeiðflatarkirkju og því alls ekki rétt sem hann segir, að nærveru hans sé ekki óskað,“ ítrekar hún. Einnig gerir Jóna athugasemd við það að Skírnir segi málið hafa valdið usla meðal kirkjufólks. „Ég hef ekki orðið vör við neinn usla heldur þvert á móti hef ég einungis orðið vör við ánægju og gleði yfir að Vigga gamla fái nú loks minnisvarðann sinn.“
Tengdar fréttir Látinn taka poka sinn rétt fyrir vígsluathöfn Séra Skírni Garðarssyni sárnar að sóknarprestur sem hann hefur leyst af í Vík verði við vígslu legsteins á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu. Skírnir átti að þjóna út sumarið í Mýrdal en var óvænt leystur undan þeirri skyldu sinni 13. júní 2018 06:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Látinn taka poka sinn rétt fyrir vígsluathöfn Séra Skírni Garðarssyni sárnar að sóknarprestur sem hann hefur leyst af í Vík verði við vígslu legsteins á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu. Skírnir átti að þjóna út sumarið í Mýrdal en var óvænt leystur undan þeirri skyldu sinni 13. júní 2018 06:00
Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00