Yngsti sveitarstjórnarmaður landsins er nýorðinn 18 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2018 20:00 Matthías Bjarnason sem sat sinn fyrsta fund í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í síðustu viku á nýju kjörtímabili. Matthías er mjög líklega yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að Matthías Bjarnason sé ekki nema 18 ára gamall þá er hann komin í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og situr þar í meirihluta. Matthías segist ætla fyrst og fremst að leggja áherslu á íþrótta- og lýðheilsumál. Matthías er frá bænum Blesastöðum á Skeiðum. Hann er mikill sveitastrákur og félagsmálatröll. Hann hefur gaman af hestum, er í íþróttum og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast um landið og skoða fallega staði. Matthías mætti í vikunni á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hann er líklega yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti setti fundinn og bauð nýja hreppsnefnd velkomna til starfa. „Ég er ungur, ég er 18 ára, fæddur 9. maí árið 2000. Þegar við byrjuðum kosningabaráttuna var ég ekki orðinn 18 ára, þannig að það var mjög gaman að því. Ég trúði því alltaf að ég kæmist inn í sveitarstjórn, umræðan var tveir, tveir einn í sveitinni en svo fór þetta þrír, einn, einn, ég var ekkert hissa þegar ég komst inn,“ segir Matthías.Matthías er mikið félagsmálatröll en auk þess að sitja í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps er hann formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvaða mál ætlar hann helst að leggja áherslu á?„Mín málefni eru mikið unga fólkið, ungt fólk og allt sem því við kemur. Ég hef líka mikinn áhuga á íþrótta- og lýðheilsu í sveitarfélaginu, svo náttúrulega húsnæðismál og fleiri skemmtileg verkefni.“ Sveitarstjórinn og sveitarstjórnarmenn eru ánægðir með að fá svona ungan mann inn í sveitarstjórn. „Þetta er bara flottur ungur drengur, það verður ekkert vandamál með hann held ég. Hann hefur sýnt það á öðrum vettvangi að hann hefur áhuga á félagsmálum og kemur bara mjög sterkur inn í þetta,“ segir Ingvar Hjálmarsson sveitarstjórnarmaður. „Mér líst vel á strákinn, það er gaman að sjá þegar ungt fólk hefur áhuga á sveitarstjórnarmálum, ég held að hann lofi bara góðu. Þetta er langyngsti maðurinn sem við höfum haft í þessari sveitarstjórn og sennilega á landinu,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri. Kosningar 2018 Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þrátt fyrir að Matthías Bjarnason sé ekki nema 18 ára gamall þá er hann komin í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og situr þar í meirihluta. Matthías segist ætla fyrst og fremst að leggja áherslu á íþrótta- og lýðheilsumál. Matthías er frá bænum Blesastöðum á Skeiðum. Hann er mikill sveitastrákur og félagsmálatröll. Hann hefur gaman af hestum, er í íþróttum og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast um landið og skoða fallega staði. Matthías mætti í vikunni á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hann er líklega yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti setti fundinn og bauð nýja hreppsnefnd velkomna til starfa. „Ég er ungur, ég er 18 ára, fæddur 9. maí árið 2000. Þegar við byrjuðum kosningabaráttuna var ég ekki orðinn 18 ára, þannig að það var mjög gaman að því. Ég trúði því alltaf að ég kæmist inn í sveitarstjórn, umræðan var tveir, tveir einn í sveitinni en svo fór þetta þrír, einn, einn, ég var ekkert hissa þegar ég komst inn,“ segir Matthías.Matthías er mikið félagsmálatröll en auk þess að sitja í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps er hann formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvaða mál ætlar hann helst að leggja áherslu á?„Mín málefni eru mikið unga fólkið, ungt fólk og allt sem því við kemur. Ég hef líka mikinn áhuga á íþrótta- og lýðheilsu í sveitarfélaginu, svo náttúrulega húsnæðismál og fleiri skemmtileg verkefni.“ Sveitarstjórinn og sveitarstjórnarmenn eru ánægðir með að fá svona ungan mann inn í sveitarstjórn. „Þetta er bara flottur ungur drengur, það verður ekkert vandamál með hann held ég. Hann hefur sýnt það á öðrum vettvangi að hann hefur áhuga á félagsmálum og kemur bara mjög sterkur inn í þetta,“ segir Ingvar Hjálmarsson sveitarstjórnarmaður. „Mér líst vel á strákinn, það er gaman að sjá þegar ungt fólk hefur áhuga á sveitarstjórnarmálum, ég held að hann lofi bara góðu. Þetta er langyngsti maðurinn sem við höfum haft í þessari sveitarstjórn og sennilega á landinu,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri.
Kosningar 2018 Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira