Flugufaraldurinn hafði truflandi áhrif á leikmenn Englands Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júní 2018 07:00 Harry Kane reyndist hetja Englendinga Vísir/Getty Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis í HM í Rússlandi í gær en mikið er um moskítóflugur og mývarg í borginni Volgograd, bæði vegna hitans og að borgin stendur við Volgu. Harry Kane reyndist hetja enska liðsins þegar hann gerði sigurmarkið í uppbótartíma. Þrátt fyrir að ensku leikmennirnir hafi gert ráðstafanir til að verjast flugunum trufluðu þær þá verulega að sögn Kane. „Þetta var miklu verra en við bjuggumst við. Við vorum búnir að nota sprey til að reyna að verjast þeim; við gerðum það fyrir leik og í hálfleik. Ég fékk samt flugur í augun, upp í nefið og jafnvel upp í munninn á mér,“ sagði hetja Englendinga í leikslok. Flugurnar virtust þó ekki trufla andstæðinga Englendinga jafn mikið. „Ég fann ekkert fyrir þessum flugum því ég var svo einbeittur að liðinu mínu og leiknum,“ var haft eftir Nabil Maaloul, þjálfara Túnis í leikslok. Borgaryfirvöld í Volgograd hafa reynt að grípa til ýmissa ráðstafana til að hafa hemil á flugnafaraldrinum en það virðist ganga erfiðlega. Eitri var til að mynda sprautað úr þyrlum yfir keppnisvöllinn. Næsti leikur Íslands fer einmitt fram í Volgograd á föstudag þar sem leikið verður gegn Nígeríu.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Spáð 35 stiga hita þegar strákarnir mæta Nígeríu Hiti og moskítófaraldur í Volgograd. 18. júní 2018 13:02 Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Leikmenn enska landsliðsins kvörtuðu sáran yfir moskítóflugum eftir leik liðsins gegn Túnis í HM í Rússlandi í gær en mikið er um moskítóflugur og mývarg í borginni Volgograd, bæði vegna hitans og að borgin stendur við Volgu. Harry Kane reyndist hetja enska liðsins þegar hann gerði sigurmarkið í uppbótartíma. Þrátt fyrir að ensku leikmennirnir hafi gert ráðstafanir til að verjast flugunum trufluðu þær þá verulega að sögn Kane. „Þetta var miklu verra en við bjuggumst við. Við vorum búnir að nota sprey til að reyna að verjast þeim; við gerðum það fyrir leik og í hálfleik. Ég fékk samt flugur í augun, upp í nefið og jafnvel upp í munninn á mér,“ sagði hetja Englendinga í leikslok. Flugurnar virtust þó ekki trufla andstæðinga Englendinga jafn mikið. „Ég fann ekkert fyrir þessum flugum því ég var svo einbeittur að liðinu mínu og leiknum,“ var haft eftir Nabil Maaloul, þjálfara Túnis í leikslok. Borgaryfirvöld í Volgograd hafa reynt að grípa til ýmissa ráðstafana til að hafa hemil á flugnafaraldrinum en það virðist ganga erfiðlega. Eitri var til að mynda sprautað úr þyrlum yfir keppnisvöllinn. Næsti leikur Íslands fer einmitt fram í Volgograd á föstudag þar sem leikið verður gegn Nígeríu.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Spáð 35 stiga hita þegar strákarnir mæta Nígeríu Hiti og moskítófaraldur í Volgograd. 18. júní 2018 13:02 Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Spáð 35 stiga hita þegar strákarnir mæta Nígeríu Hiti og moskítófaraldur í Volgograd. 18. júní 2018 13:02
Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni. 18. júní 2018 12:00