Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2018 18:45 Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. Oddvitar tveggja minnihluta flokka leggja hins vegar áherslu á að meirihluti borgarstjórnar sé með minnihluta atkvæða á bakvið sig og boða harða stjórnarandstöðu. Tuttugu og þrír nýkjörnir borgarfulltrúar komu til síns fyrsta borgarstjórnarfundar í dag og stýrði borgarstjóri fundinum til að byrja með. Tólf skipa meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna en ellefu minnihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks leggur mikið upp úr því að meirihlutaflokkarnir hafi minnihluta atkvæða á bakvið sig. „Það vantar mikið í þennan málefnasamning. Við erum að fylla í þær eyður, meðal annars með tillögum í húsnæðismálum, sem eru í ólestri og fleira. Ég held að borgarstjórn ætti í raun og veru ekki að fara í sumarfrí. Hún ætti að klára þau vandamál sem eru til staðar,“ segir Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að reikna megi með að tekist verði á um mál en það hafi verið býsna friðsælt í borgarstjórn undanfarin ár ólíkt landsmálunum. „Ég bind vonir við að það verði framhald af því að borgarstjórnin láti verkin tala. Það verði samstaða um fleiri mál en færri þvert á flokka.“Þannig að þið munið reyna að vinna með þeim flokkum sem ekki eru í formlegu meirihlutasamstarfi?„Já, ég lít á það sem okkar hlutverk að leiða fram niðurstöðu í málum í takti við vilja borgarbúa,“ segir Dagur.Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.Vísir/Friðrik ÞórVigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins leggur eins og Eyþór áherslu á að flokkarnir í minnihlutanum hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en líst vel á framhaldið. „Þetta er bara spennandi. En eins og þú kannski manst var ég hætt í pólitík en ég er komin aftur,“ sagði Vigdís og hlær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata var kjörin forseti borgarstjórnar á fundinum yngst allra til að gegna því embætti, en minnihlutaflokkarnir sátu hjá við kjörið. Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Kvenréttindakonu sem einnig var meðal fyrstu kvennanna sem sat í borgarstjórn. Sjálf á forseti borgarstjórnar þrítugs afmæli í dag og borgarstjórinn reyndar afmæli í dag líka. En Bríet var árið 1907 ásamt fleiri konum Kvennaframboðsins kjörin fyrst kvenna í borgarstjórn og stóð að stofnun Kvenréttindasamtaka Íslands það sama ár. Tengdar fréttir Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. Oddvitar tveggja minnihluta flokka leggja hins vegar áherslu á að meirihluti borgarstjórnar sé með minnihluta atkvæða á bakvið sig og boða harða stjórnarandstöðu. Tuttugu og þrír nýkjörnir borgarfulltrúar komu til síns fyrsta borgarstjórnarfundar í dag og stýrði borgarstjóri fundinum til að byrja með. Tólf skipa meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna en ellefu minnihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks leggur mikið upp úr því að meirihlutaflokkarnir hafi minnihluta atkvæða á bakvið sig. „Það vantar mikið í þennan málefnasamning. Við erum að fylla í þær eyður, meðal annars með tillögum í húsnæðismálum, sem eru í ólestri og fleira. Ég held að borgarstjórn ætti í raun og veru ekki að fara í sumarfrí. Hún ætti að klára þau vandamál sem eru til staðar,“ segir Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að reikna megi með að tekist verði á um mál en það hafi verið býsna friðsælt í borgarstjórn undanfarin ár ólíkt landsmálunum. „Ég bind vonir við að það verði framhald af því að borgarstjórnin láti verkin tala. Það verði samstaða um fleiri mál en færri þvert á flokka.“Þannig að þið munið reyna að vinna með þeim flokkum sem ekki eru í formlegu meirihlutasamstarfi?„Já, ég lít á það sem okkar hlutverk að leiða fram niðurstöðu í málum í takti við vilja borgarbúa,“ segir Dagur.Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.Vísir/Friðrik ÞórVigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins leggur eins og Eyþór áherslu á að flokkarnir í minnihlutanum hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en líst vel á framhaldið. „Þetta er bara spennandi. En eins og þú kannski manst var ég hætt í pólitík en ég er komin aftur,“ sagði Vigdís og hlær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata var kjörin forseti borgarstjórnar á fundinum yngst allra til að gegna því embætti, en minnihlutaflokkarnir sátu hjá við kjörið. Nýr forseti borgarstjórnar hóf ferilinn með því að leggja blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Kvenréttindakonu sem einnig var meðal fyrstu kvennanna sem sat í borgarstjórn. Sjálf á forseti borgarstjórnar þrítugs afmæli í dag og borgarstjórinn reyndar afmæli í dag líka. En Bríet var árið 1907 ásamt fleiri konum Kvennaframboðsins kjörin fyrst kvenna í borgarstjórn og stóð að stofnun Kvenréttindasamtaka Íslands það sama ár.
Tengdar fréttir Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar óra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. 19. júní 2018 15:21
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30