Þyrlan var að störfum til þrjú í nótt vegna flugvélarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2018 10:01 Karl og kona sem voru í flugvél sem fór niður í Kinnarfjöllum seint í gær sluppu heil á húfi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. „Allir sluppu heilir á húfi,“ segir Kolbrún Björg Jónsdóttir hjá lögreglunni á Akureyri um flugatvikið í Kinnarfjöllum í gærkvöldi. Tveir farþegar voru í vélinni þegar hún fór niður, karl og kona, en Kolbrún gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar, þar sem lent var klukkan 23:11 í gærkvöldi. Þyrlan var áfram að störfum fram á nótt vegna flugvélarinnar. Tilkynning barst um að fjögurra sæta flugvél hafi brotlent í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík eða í fjöllunum á milli Akureyrar og Húsavíkur seint í gærkvöldi. Mjög kalt var á vettvangi en flugmenn fóru í loftið frá Akureyri á lítilli flugvél skömmu eftir útkallið og náðu að koma auga á fólkið. Gátu þeir kastað tjaldi og svefnpokum til fólksins úr flugvélinni. Eins og kom fram á Vísi í gær voru tveir björgunarsveitarmenn, sem voru á svæðinu á eigin vegum, fyrstir á vettvang og hlúðu að fólkinu á meðan beðið var eftir þyrlunni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að aðgerðirnar í gær hafi gengið mjög vel. Aðstæður á vettvangi voru góðar í gær, heiðskírt en mjög kalt.Viðbragðsaðilar á leið á vettvangLögreglan Norðurlandi eystraFulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar norður og voru rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri auk fulltrúa nefndarinnar á vettvangi. Ásgeir segir að eftir að fólkinu var komið á sjúkrahús hafi þyrlan aðstoðað við að koma þessum aðilum á vettvang. „Þeir fóru með lögreglumenn og einhverja meðlimi rannsóknarnefndar aftur upp eftir, skilaði þeim svo af sér og var lent í Reykjavík um klukkan þrjú.“Visir/MAP.isBjörgunaraðilar og viðbragðsaðilar voru kallaðir út í gær til aðstoðar en útkallið var svo afturkallað þegar fólkið var komið um borð í þyrluna. Einhverjir björgunarsveitarmenn voru þó komnir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni bárust neyðarboð til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í gegnum gervihnattaneyðarsendi. Gæslan hafði samband við flugumsjón á Akureyri, sem hafði samband við flugmann vélarinnar. Hann staðfesti að flugvélin hefði brotlent. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra var aðgerðaráætlun vegna flugslysa virkjuð og aðgerðastjórn sett upp á Akureyri og Húsavík. Vélin fór niður við Skálaárvatn á Kinnarfjöllum, suðvestur af Húsavík, um fimm kílómetra suðvestur af bænum Syðri-Leikskálaá. Tengdar fréttir Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. 1. júní 2018 23:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
„Allir sluppu heilir á húfi,“ segir Kolbrún Björg Jónsdóttir hjá lögreglunni á Akureyri um flugatvikið í Kinnarfjöllum í gærkvöldi. Tveir farþegar voru í vélinni þegar hún fór niður, karl og kona, en Kolbrún gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar, þar sem lent var klukkan 23:11 í gærkvöldi. Þyrlan var áfram að störfum fram á nótt vegna flugvélarinnar. Tilkynning barst um að fjögurra sæta flugvél hafi brotlent í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík eða í fjöllunum á milli Akureyrar og Húsavíkur seint í gærkvöldi. Mjög kalt var á vettvangi en flugmenn fóru í loftið frá Akureyri á lítilli flugvél skömmu eftir útkallið og náðu að koma auga á fólkið. Gátu þeir kastað tjaldi og svefnpokum til fólksins úr flugvélinni. Eins og kom fram á Vísi í gær voru tveir björgunarsveitarmenn, sem voru á svæðinu á eigin vegum, fyrstir á vettvang og hlúðu að fólkinu á meðan beðið var eftir þyrlunni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að aðgerðirnar í gær hafi gengið mjög vel. Aðstæður á vettvangi voru góðar í gær, heiðskírt en mjög kalt.Viðbragðsaðilar á leið á vettvangLögreglan Norðurlandi eystraFulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar norður og voru rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri auk fulltrúa nefndarinnar á vettvangi. Ásgeir segir að eftir að fólkinu var komið á sjúkrahús hafi þyrlan aðstoðað við að koma þessum aðilum á vettvang. „Þeir fóru með lögreglumenn og einhverja meðlimi rannsóknarnefndar aftur upp eftir, skilaði þeim svo af sér og var lent í Reykjavík um klukkan þrjú.“Visir/MAP.isBjörgunaraðilar og viðbragðsaðilar voru kallaðir út í gær til aðstoðar en útkallið var svo afturkallað þegar fólkið var komið um borð í þyrluna. Einhverjir björgunarsveitarmenn voru þó komnir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni bárust neyðarboð til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í gegnum gervihnattaneyðarsendi. Gæslan hafði samband við flugumsjón á Akureyri, sem hafði samband við flugmann vélarinnar. Hann staðfesti að flugvélin hefði brotlent. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra var aðgerðaráætlun vegna flugslysa virkjuð og aðgerðastjórn sett upp á Akureyri og Húsavík. Vélin fór niður við Skálaárvatn á Kinnarfjöllum, suðvestur af Húsavík, um fimm kílómetra suðvestur af bænum Syðri-Leikskálaá.
Tengdar fréttir Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. 1. júní 2018 23:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. 1. júní 2018 23:00