Þyrlan var að störfum til þrjú í nótt vegna flugvélarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2018 10:01 Karl og kona sem voru í flugvél sem fór niður í Kinnarfjöllum seint í gær sluppu heil á húfi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. „Allir sluppu heilir á húfi,“ segir Kolbrún Björg Jónsdóttir hjá lögreglunni á Akureyri um flugatvikið í Kinnarfjöllum í gærkvöldi. Tveir farþegar voru í vélinni þegar hún fór niður, karl og kona, en Kolbrún gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar, þar sem lent var klukkan 23:11 í gærkvöldi. Þyrlan var áfram að störfum fram á nótt vegna flugvélarinnar. Tilkynning barst um að fjögurra sæta flugvél hafi brotlent í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík eða í fjöllunum á milli Akureyrar og Húsavíkur seint í gærkvöldi. Mjög kalt var á vettvangi en flugmenn fóru í loftið frá Akureyri á lítilli flugvél skömmu eftir útkallið og náðu að koma auga á fólkið. Gátu þeir kastað tjaldi og svefnpokum til fólksins úr flugvélinni. Eins og kom fram á Vísi í gær voru tveir björgunarsveitarmenn, sem voru á svæðinu á eigin vegum, fyrstir á vettvang og hlúðu að fólkinu á meðan beðið var eftir þyrlunni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að aðgerðirnar í gær hafi gengið mjög vel. Aðstæður á vettvangi voru góðar í gær, heiðskírt en mjög kalt.Viðbragðsaðilar á leið á vettvangLögreglan Norðurlandi eystraFulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar norður og voru rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri auk fulltrúa nefndarinnar á vettvangi. Ásgeir segir að eftir að fólkinu var komið á sjúkrahús hafi þyrlan aðstoðað við að koma þessum aðilum á vettvang. „Þeir fóru með lögreglumenn og einhverja meðlimi rannsóknarnefndar aftur upp eftir, skilaði þeim svo af sér og var lent í Reykjavík um klukkan þrjú.“Visir/MAP.isBjörgunaraðilar og viðbragðsaðilar voru kallaðir út í gær til aðstoðar en útkallið var svo afturkallað þegar fólkið var komið um borð í þyrluna. Einhverjir björgunarsveitarmenn voru þó komnir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni bárust neyðarboð til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í gegnum gervihnattaneyðarsendi. Gæslan hafði samband við flugumsjón á Akureyri, sem hafði samband við flugmann vélarinnar. Hann staðfesti að flugvélin hefði brotlent. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra var aðgerðaráætlun vegna flugslysa virkjuð og aðgerðastjórn sett upp á Akureyri og Húsavík. Vélin fór niður við Skálaárvatn á Kinnarfjöllum, suðvestur af Húsavík, um fimm kílómetra suðvestur af bænum Syðri-Leikskálaá. Tengdar fréttir Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. 1. júní 2018 23:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
„Allir sluppu heilir á húfi,“ segir Kolbrún Björg Jónsdóttir hjá lögreglunni á Akureyri um flugatvikið í Kinnarfjöllum í gærkvöldi. Tveir farþegar voru í vélinni þegar hún fór niður, karl og kona, en Kolbrún gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar, þar sem lent var klukkan 23:11 í gærkvöldi. Þyrlan var áfram að störfum fram á nótt vegna flugvélarinnar. Tilkynning barst um að fjögurra sæta flugvél hafi brotlent í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík eða í fjöllunum á milli Akureyrar og Húsavíkur seint í gærkvöldi. Mjög kalt var á vettvangi en flugmenn fóru í loftið frá Akureyri á lítilli flugvél skömmu eftir útkallið og náðu að koma auga á fólkið. Gátu þeir kastað tjaldi og svefnpokum til fólksins úr flugvélinni. Eins og kom fram á Vísi í gær voru tveir björgunarsveitarmenn, sem voru á svæðinu á eigin vegum, fyrstir á vettvang og hlúðu að fólkinu á meðan beðið var eftir þyrlunni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að aðgerðirnar í gær hafi gengið mjög vel. Aðstæður á vettvangi voru góðar í gær, heiðskírt en mjög kalt.Viðbragðsaðilar á leið á vettvangLögreglan Norðurlandi eystraFulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar norður og voru rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri auk fulltrúa nefndarinnar á vettvangi. Ásgeir segir að eftir að fólkinu var komið á sjúkrahús hafi þyrlan aðstoðað við að koma þessum aðilum á vettvang. „Þeir fóru með lögreglumenn og einhverja meðlimi rannsóknarnefndar aftur upp eftir, skilaði þeim svo af sér og var lent í Reykjavík um klukkan þrjú.“Visir/MAP.isBjörgunaraðilar og viðbragðsaðilar voru kallaðir út í gær til aðstoðar en útkallið var svo afturkallað þegar fólkið var komið um borð í þyrluna. Einhverjir björgunarsveitarmenn voru þó komnir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni bárust neyðarboð til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í gegnum gervihnattaneyðarsendi. Gæslan hafði samband við flugumsjón á Akureyri, sem hafði samband við flugmann vélarinnar. Hann staðfesti að flugvélin hefði brotlent. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra var aðgerðaráætlun vegna flugslysa virkjuð og aðgerðastjórn sett upp á Akureyri og Húsavík. Vélin fór niður við Skálaárvatn á Kinnarfjöllum, suðvestur af Húsavík, um fimm kílómetra suðvestur af bænum Syðri-Leikskálaá.
Tengdar fréttir Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. 1. júní 2018 23:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík. 1. júní 2018 23:00