Pólverjinn Robert Lewandowski er efstur á óskalista Juventus og á hann að koma í stað Gonzalo Higuain í liði Ítalíumeistaranna.
Higuain kom til Juventus frá Napólí fyrir tveimur árum en hann virðist ekki eiga von á framtíð hjá Juventus þar sem Lewandowski, Alvaro Morata og Mauro Icardi eru allir á óskalista Juventus.
Lewandowski skoraði 41 mark í 48 leikjum fyrir Bayern München í vetur og hann fór fyrir Pólverjum sem tryggðu sér sæti í lokakeppni HM í Rússlandi.
Sögusagnir herma að hann sé orðinn þreyttur á lífinu í München en hann hefur verið þar í fjögur ár. Á þeim tíma hefur Bayern ekki náð að vinna Meistaradeild Evrópu, titil sem Lewandowski vill koma höndum sínum á.
Lewandowski efstur á óskalista Juventus

Tengdar fréttir

Lewandowski vill fara frá Bayern
Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hefur sagt félaginu frá því að hann vilji nýja áskorun. Þetta kemur fram í máli umboðsmanns Pólverjans.