Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2018 21:00 Pattstaða hefur verið í Kópavogi síðustu daga. Vísir/GVA Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal sendu til fjölmiðla í kvöld. „Við undirrituð lýsum yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem hefur á undanförnum árum leitt mikla og góða uppbyggingu í bænum. Algjör eining er um það í bæjastjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins og hefur Ármann óskorað umboð bæjarfulltrúa til meirihlutaviðræðna í Kópavogi,“ segir í henni. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í nýafstöðnum kosningunum. Fyrir kosningar lýsti Theódóru Þorsteinsdóttur, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, að eðlilegt væri að meirihlutinn myndi starfa áfram saman yrðu úrslit kosninganna á þann veg.Bjuggust því margir við að áframhald yrði á samstarfinu. Enn liggur þó ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi en Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Karenar Elísabetar og Guðmundar Gísla, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru.Bæjarfulltrúar í Kópavogi.Vísir/GvendurSegja samskipti flokkanna hafa verið endurmetinÁ Sprengisandi í dag lýsti Theódóra því yfir að Ármann vildi áframhaldandi samstarfs meirihlutans og að hún upplifði afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja sem rýting í bakið á Ármanni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Theódóra að hún teldi afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, fremur en pólitískan ágreining.Um mögulegt samstarf BF Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins segir í yfirlýsingu bæjarfulltrúanna þriggja að þau hafi lýst yfir efasemdum um áframhaldandi samstarf flokkanna.„Með samstarfi Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa forsendur breyst og samskiptin á kjörtímabilinu hafa verið endurmetin á undaförnum dögum,“ segir í yfirlýsingunni.Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Margrét Friðriksdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal sendu til fjölmiðla í kvöld. „Við undirrituð lýsum yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem hefur á undanförnum árum leitt mikla og góða uppbyggingu í bænum. Algjör eining er um það í bæjastjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins og hefur Ármann óskorað umboð bæjarfulltrúa til meirihlutaviðræðna í Kópavogi,“ segir í henni. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt sá meirihluti í nýafstöðnum kosningunum. Fyrir kosningar lýsti Theódóru Þorsteinsdóttur, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, að eðlilegt væri að meirihlutinn myndi starfa áfram saman yrðu úrslit kosninganna á þann veg.Bjuggust því margir við að áframhald yrði á samstarfinu. Enn liggur þó ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi en Ágreiningur Sjálfstæðismanna um myndun meirihluta í er sagður snúast um afstöðu þeirra Margrétar Karenar Elísabetar og Guðmundar Gísla, sem vilji ekki starfa áfram með Theódóru.Bæjarfulltrúar í Kópavogi.Vísir/GvendurSegja samskipti flokkanna hafa verið endurmetinÁ Sprengisandi í dag lýsti Theódóra því yfir að Ármann vildi áframhaldandi samstarfs meirihlutans og að hún upplifði afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja sem rýting í bakið á Ármanni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Theódóra að hún teldi afstöðu bæjarfulltrúanna þriggja snúast um sína persónu, fremur en pólitískan ágreining.Um mögulegt samstarf BF Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins segir í yfirlýsingu bæjarfulltrúanna þriggja að þau hafi lýst yfir efasemdum um áframhaldandi samstarf flokkanna.„Með samstarfi Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa forsendur breyst og samskiptin á kjörtímabilinu hafa verið endurmetin á undaförnum dögum,“ segir í yfirlýsingunni.Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00 Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Pattstaða um myndun meirihluta í Kópavogi Óeining meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur gert það að verkum að pattstaða er komin upp sem tefur fyrir myndun meirihluta í bænum. Enn hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna í Kópavogi. 2. júní 2018 16:00
Sjálfstæðismenn funda áfram á morgun Enn liggur ekkert fyrir um myndun meirihluta í Kópavogi. Dregið gæti til tíðinda fljótlega en líklegt þykir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi meirihluta með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn hafa fundað um málið í dag og halda áfram að funda á morgun. 3. júní 2018 19:15
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13