Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2018 19:15 Þolandi heimilisofbeldis segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki. Hún hafi staðið í tuttugu mánaða skilnaðarferli þar sem ofbeldismanninum takist endalaust að tefja fyrir og þannig stjórna ferlinu. Hún berst því enn fyrir algjöru frelsi frá manninum þrátt fyrir að hann hafi fengið fimm nálgunarbönn og dóm fyrir ofbeldi. Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. Í október 2016 náði það hápunkti og þá fór Sonja með börnin sín í Kvennaathvarfið. Þar fann hún stuðning og kjark og tók þá mikilvægu ákvörðun að hringja í sýslumann til að sækja um skilnað. „Ég fæ tíma mánuði seinna. Hann er ekki boðaður til Sýslumanns fyrr en þremur mánuðum seinna. Mánuði eftir það erum við boðuð í sáttarmeðferð hjá félagsráðgjafa. Þarna er hann þegar kominn með þrjú nálgunarbönn, þegar þetta er.“ Nú tuttugu mánuðum síðar er maðurinn kominn með fimm nálgunarbönn, dóm fyrir ofbeldi og hefur sent Sonju tæplega þrjú hundruð tölvupósta með ýmist ástarjátningum eða beinum hótunum. En skilnaðarferlinu er ekki enn lokið og hefur Sonja þurft að fara með öll mál dómstólaleiðina, með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir 8-9 fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja segir kerfið þurfa að meta aðstæður hvers og eins - skilnaðarferli geti ekki og ætti ekki að vera eins hjá öllum. Í hennar tilfelli sé það mjög skýrt að um ofbeldissamband sé að ræða. Þarna er svo margt til staðfestingar að ofbeldi hafi átt sér stað og það þarf að veita skilnað fljótt.Hvenær heldurðu að þessu ljúki? „Ég veit það ekki en ég reyni að vera bjartsýn.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Þolandi heimilisofbeldis segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki. Hún hafi staðið í tuttugu mánaða skilnaðarferli þar sem ofbeldismanninum takist endalaust að tefja fyrir og þannig stjórna ferlinu. Hún berst því enn fyrir algjöru frelsi frá manninum þrátt fyrir að hann hafi fengið fimm nálgunarbönn og dóm fyrir ofbeldi. Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. Í október 2016 náði það hápunkti og þá fór Sonja með börnin sín í Kvennaathvarfið. Þar fann hún stuðning og kjark og tók þá mikilvægu ákvörðun að hringja í sýslumann til að sækja um skilnað. „Ég fæ tíma mánuði seinna. Hann er ekki boðaður til Sýslumanns fyrr en þremur mánuðum seinna. Mánuði eftir það erum við boðuð í sáttarmeðferð hjá félagsráðgjafa. Þarna er hann þegar kominn með þrjú nálgunarbönn, þegar þetta er.“ Nú tuttugu mánuðum síðar er maðurinn kominn með fimm nálgunarbönn, dóm fyrir ofbeldi og hefur sent Sonju tæplega þrjú hundruð tölvupósta með ýmist ástarjátningum eða beinum hótunum. En skilnaðarferlinu er ekki enn lokið og hefur Sonja þurft að fara með öll mál dómstólaleiðina, með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir 8-9 fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja segir kerfið þurfa að meta aðstæður hvers og eins - skilnaðarferli geti ekki og ætti ekki að vera eins hjá öllum. Í hennar tilfelli sé það mjög skýrt að um ofbeldissamband sé að ræða. Þarna er svo margt til staðfestingar að ofbeldi hafi átt sér stað og það þarf að veita skilnað fljótt.Hvenær heldurðu að þessu ljúki? „Ég veit það ekki en ég reyni að vera bjartsýn.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira