„Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2018 22:07 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði stjórnina ríkisstjórn sérhagsmuna og kallaði hana „íhaldsstjórn“ og „ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka.“ Þingmaðurinn gerði meðal annars að umtalsefni mikla styrkingu íslensku krónunnar og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. „Vaxandi ójafnvægi er nú í þjóðarbúskapnum og hagvöxtur ekki lengur knúinn áfram af útflutningsgreinum okkar heldur vaxandi einkaneyslu og útgjöldum hins opinbera. Þetta er kunnugleg sjón. Þegar raungengi íslensku krónunnar er jafn hátt og nú er, kennir sagan okkur að skuldadagar eru skammt undan. Þetta er hrjóstrugt umhverfi fyrir allt atvinnulíf í landinu, hvort heldur sem litið er til sjávarútvegs, ferðaþjónustu, iðnaðar eða tækni- og þekkingarfyrirtækja. Það er ekkert sem kemur á óvart í þessari þróun. Þetta er endurtekin „íslensk sveifla“ í boði íslensku krónunnar. Því miður hafa stjórnvöld hins vegar kosið að stinga höfðinu í sandinn og vona að „þetta reddist“,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að við aðstæður sem þessar væri styrk stjórn efnahagsmála mikilvæg; sýna þyrfti ráðdeild í rekstri hins opinbera og skapa svigrúm svo hægt væri að lækka vexti til að hjálpa atvinnulífinu í auknum þrengingum. Ríkisstjórnin kysi hins vegar að láta aðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og blési til stórsóknar í auknum ríkisútgjöldum. „Vandi ríkisstjórnarinnar liggur í þeirri málamiðlun sem ríkisstjórnarsamstarfið byggir á. Gjarnan hefur verið vísað til sögulegra sátta í ljósi þess að flokkarnir þrír spanna hægri/vinstri ásinn ágætlega. En ríkisstjórnin er ekki mynduð um málamiðlun á þeim ás. Breytt er yfir skoðanamun flokkanna með þeirri banvænu málamiðlun að stórauka ríkisútgjöld á sama tíma og skattalækkanir eru boðaðar. Það er brúarsmíði stjórnarinnar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði stjórnina myndaða um það sem sameinaði flokkana þrjá og það væri andstaðan við nauðsynlegar úrbætur á íslensku samfélagi. Undir lok ræðunnar lýsti Þorsteinn ríkisstjórninni svo á þennan hátt: „Hér er á ferðinni ríkisstjórn sérhagsmuna, íhaldsstjórn, ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka. Og það verður ekki betur séð en að flokkunum líði bara nokkuð vel í samstarfinu.“ Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði stjórnina ríkisstjórn sérhagsmuna og kallaði hana „íhaldsstjórn“ og „ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka.“ Þingmaðurinn gerði meðal annars að umtalsefni mikla styrkingu íslensku krónunnar og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. „Vaxandi ójafnvægi er nú í þjóðarbúskapnum og hagvöxtur ekki lengur knúinn áfram af útflutningsgreinum okkar heldur vaxandi einkaneyslu og útgjöldum hins opinbera. Þetta er kunnugleg sjón. Þegar raungengi íslensku krónunnar er jafn hátt og nú er, kennir sagan okkur að skuldadagar eru skammt undan. Þetta er hrjóstrugt umhverfi fyrir allt atvinnulíf í landinu, hvort heldur sem litið er til sjávarútvegs, ferðaþjónustu, iðnaðar eða tækni- og þekkingarfyrirtækja. Það er ekkert sem kemur á óvart í þessari þróun. Þetta er endurtekin „íslensk sveifla“ í boði íslensku krónunnar. Því miður hafa stjórnvöld hins vegar kosið að stinga höfðinu í sandinn og vona að „þetta reddist“,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að við aðstæður sem þessar væri styrk stjórn efnahagsmála mikilvæg; sýna þyrfti ráðdeild í rekstri hins opinbera og skapa svigrúm svo hægt væri að lækka vexti til að hjálpa atvinnulífinu í auknum þrengingum. Ríkisstjórnin kysi hins vegar að láta aðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og blési til stórsóknar í auknum ríkisútgjöldum. „Vandi ríkisstjórnarinnar liggur í þeirri málamiðlun sem ríkisstjórnarsamstarfið byggir á. Gjarnan hefur verið vísað til sögulegra sátta í ljósi þess að flokkarnir þrír spanna hægri/vinstri ásinn ágætlega. En ríkisstjórnin er ekki mynduð um málamiðlun á þeim ás. Breytt er yfir skoðanamun flokkanna með þeirri banvænu málamiðlun að stórauka ríkisútgjöld á sama tíma og skattalækkanir eru boðaðar. Það er brúarsmíði stjórnarinnar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði stjórnina myndaða um það sem sameinaði flokkana þrjá og það væri andstaðan við nauðsynlegar úrbætur á íslensku samfélagi. Undir lok ræðunnar lýsti Þorsteinn ríkisstjórninni svo á þennan hátt: „Hér er á ferðinni ríkisstjórn sérhagsmuna, íhaldsstjórn, ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka. Og það verður ekki betur séð en að flokkunum líði bara nokkuð vel í samstarfinu.“
Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19
Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44