Lífið

Apple gerir stólpagrín að forriturum

Samúel Karl Ólason skrifar
Forritarar ráðast á hlaðborð.
Forritarar ráðast á hlaðborð.
Tæknifyrirtækið Apple birti í gær myndband þar sem gert er stólpagrín að forriturum og atferli þeirra fyrir ráðstefnuna WWDC, þar sem fyrirtækið kynnir iðulega nýjustu vendingar í hugbúnaði þess. Um er að ræða nokkurs konar Ofurskál nördanna.

Af því tilefni gaf Apple út náttúrulífsmyndband um dýrategundina Developer tritorapsis.

Þar er meðal annars gert grín að því að forritarar sjá lítið sólarljós á ári og þeir séu í raun að skríða úr dvala. Þá er sagt frá því hvernig þeir ráðast á hlaðborð eins og ránfiskar og hlaupa einungis einu sinni á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×