Fótbolti

Strákarnir standa í stað og mæta á HM sem 22. besta lið heims

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir okkar eru á meðal bestu þjóða heims.
Strákarnir okkar eru á meðal bestu þjóða heims. vísir/andri
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eru í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun en þetta er annan mánuðinn í röð sem okkar menn verma þetta sama sæti.

Íslenska liðið klifraði hæst í 18. sætið í mars en féll niður um fjögur sæti eftir töpin í Bandaríkjaferðinni og var í 22. sæti á listanum í apríl. Það hefur svo staðið í stað undanfarna tvo mánuði.

Danska landsliðið er sem fyrr lang efst af Norðurlandaþjóðunum í 12. sæti en Svíar eru rétt fyrir aftan Íslendinga í 24. sæti. Noregur fellur um fimm sæti niður í 53. sætið, Finnar eru í 63. sæti og Færeyingar eru í 90. sæti listans.

Argentína er efsta þjóð D-riðils á HM en liðið stendur á stað á milli mánuða og er í fimmta sæti. Króatía fellur um tvö sæti niður í 20. og Nígeríumenn falla um eitt sæti og eru í 48. sæti heimslistans.

Engin breyting er á efstu sjö sætum heimslistans þar sem að Þjóðverja tróna á toppnum. Brasilía er í öðru sæti og Belgar í þriðja sætinu á undan Portúgal og Argentínu.

FIFA-listinn í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×