Lífið

Gefur upp ástæðuna af hverju aldrei verður af Friends-endurkomu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þættirnir um Vini nutu fádæma vinsælda.
Þættirnir um Vini nutu fádæma vinsælda. Vísir/Getty

Aðdáendur Friends-þáttanna vinsælu sem vonast hafa eftir því að stjörnur þáttanna komi saman og geri einhvers konar framhaldsþætti- eða mynd geta gleymt því að það gerist.

„Þetta gerist aldrei. Aldrei,“ sagði David Crane, einn af sköpurum þáttanna ofurvinsælu um vinina í New York. Ástæðan er einföld.

„Við kláruðum þetta. Þetta er búið. Við viljum ekki sjá meira af þessu vegna þess að þættirnir enduðu vel fyrir alla,“ sagði Crane á ráðstefnu í Los Angeles á dögunum.

Allt frá því að þættirnir runnu sitt skeið á enda árið 2004 hafa verið uppi orðrómar um að einhvers konar endurkoma sé á döfinni. Í gegnum árin hafa leikararnir verið þráspurður um möguleikann en hafa þeir yfirleitt þvertekið fyrir að slíkt sé á dagskrá.

Greindi Crane einnig frá því að í sínum hugarheimi væri allt í blóma hjá karakterum þáttanna. Ross og Rachel væru enn saman sem og Chandler og Monica.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.