Forseti Alþingis segir engin bein viðurlög við brotum þingmanna á siðareglum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 21:28 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. Steingrímur sagði í viðtali við Stöð 2 fyrr í kvöld að Klaustursmálið svokallaða sé nú komið í almennan farveg siðareglumála. Forsætisnefnd Alþingis muni styðjast við siðareglur Alþingis og sérstakar málsmeðferðarreglur við meðferð málsins. Þá mun siðanefnd Alþingis vera Forsætisnefnd innan handar við meðferð málsins. Steingrímur sagði afleiðingar málsins fyrir hlutaðeigandi þingmenn verða að koma í ljós og sagði þær að miklu leyti velta á því hver niðurstaða siðanefndar verður í málinu. Aðspurður sagði hann að engin bein viðurlög væru við því að þingmenn gerðust brotlegir við siðareglur Alþingis en sagði aðhald nefndarinnar felast í því að hægt væri að birta niðurstöður málsmeðferðar opinberlega. Því yrði það gert opinbert ef nefndin kæmist að þeirri niðurstöðu að þingmennirnir hefðu gerst brotlegir við reglurnar. Þá sagði Steingrímur áhuga fyrir því að hraða málsmeðferð eins og kostur er, án þess þó að gæði meðferðarinnar líði fyrir það. Segir Steingrímur siðanefndina vera skipaða eftir því sem þingskapalög segja til um. Alþingi Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. Steingrímur sagði í viðtali við Stöð 2 fyrr í kvöld að Klaustursmálið svokallaða sé nú komið í almennan farveg siðareglumála. Forsætisnefnd Alþingis muni styðjast við siðareglur Alþingis og sérstakar málsmeðferðarreglur við meðferð málsins. Þá mun siðanefnd Alþingis vera Forsætisnefnd innan handar við meðferð málsins. Steingrímur sagði afleiðingar málsins fyrir hlutaðeigandi þingmenn verða að koma í ljós og sagði þær að miklu leyti velta á því hver niðurstaða siðanefndar verður í málinu. Aðspurður sagði hann að engin bein viðurlög væru við því að þingmenn gerðust brotlegir við siðareglur Alþingis en sagði aðhald nefndarinnar felast í því að hægt væri að birta niðurstöður málsmeðferðar opinberlega. Því yrði það gert opinbert ef nefndin kæmist að þeirri niðurstöðu að þingmennirnir hefðu gerst brotlegir við reglurnar. Þá sagði Steingrímur áhuga fyrir því að hraða málsmeðferð eins og kostur er, án þess þó að gæði meðferðarinnar líði fyrir það. Segir Steingrímur siðanefndina vera skipaða eftir því sem þingskapalög segja til um.
Alþingi Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53