Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2018 19:40 Stjórn Hörpu samþykkti að lækka laun Svanhildar Konráðsdóttur forstjóra að ósk hennar í dag. Vísir Þjónustufulltrúar í tónlistarhúsinu Hörpu fá greitt tímakaup í samræmi við samninga sem gerðir voru í fyrra og laun forstjórans verða lækkuð í samræmi við úrskurð kjararáðs. Þetta var samþykkt á fundi stjórnar Hörpu í dag. Með þessu telur stjórnin sig koma til móts við gagnrýni á kjör starfsfólks í Hörpu. Í tilkynningu frá stjórn Hörpu kemur fram að forstjóri hafi kynnt ákvörðun sína um að greiða þjónustufulltrúum tímakaup sem taki í meginatriðum mið af þeim samningum sem voru í gildi á síðasta ári. „Þannig er komið til móts við gagnrýni meðal þeirra um kjarabreytingar í tengslum við rekstrarhagræðingu í Hörpu. Breytingin tekur gildi 1. júní n.k. og verður tímakaup þá 26,1% yfir taxta stéttarfélags eða að meðaltali 2.935 kr á klst. í eftirvinnu en 85% vinnustunda þjónustufulltrúa eru á kvöldin og um helgar. Þessar breytingar hafa verið kynntar á fundi með þjónustufulltrúum,“ segir í yfirlýsingunni.Hópur þjónustufulltrúa í Hörpu sagði upp störfum eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur forstjóra voru hækkuð í fyrra þegar kjör hans féllu ekki lengur undir úrskurði kjararáðs á sama tíma og þjónustufulltrúunum var gert að taka á sig kjaraskerðingu. Nokkrar deilur sköpuðust um þessar ákvarðanir stjórnenda Hörpu. Verkalýðsfélagið VR hætti til dæmis viðskiptum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið í kjölfarið. Stjórnin samþykkti jafnframt í dag ósk Svanhildar um að laun hennar yrðu lækkuð úr þeirri upphæð sem hún samdi um þegar hún var ráðin þannig að þau verði í samræmi við úrskurð kjararáðs sem var gefinn út eftir að hún var ráðin. Lækkunin tekur gildi um mánaðamótin. Eins var samþykkt að falla frá 8% hækkun stjórnarlauna sem stjórnin samþykkti á aðalfundi 26. apríl. Laun stjórnarmanna hafa þá verið óbreytt frá árinu 2013. Stjórnin samþykkti einnig tillögu forstjóra um að utanaðkomandi fagaðili geri markaðslaunagreiningu á kjörum þjónustufulltrúa Hörpu sem starfa í hlutastarfi við viðburði þar sem kjör þeirra verða m.a. borin saman við sambærileg störf annars staðar. Leitað hefur verið til ráðgjafarfyrirtækisins Attentus mannauður og ráðgjöf ehf. um að annast verkið. Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Ætla að hætta við launahækkun stjórnarmanna Hörpu Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, hyggst leggja það til við stjórn félagsins að hætt verði við fyrirhugaðar hækkanir á stjórnarlaunum stjórnarmanna. 17. maí 2018 18:52 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Þjónustufulltrúar í tónlistarhúsinu Hörpu fá greitt tímakaup í samræmi við samninga sem gerðir voru í fyrra og laun forstjórans verða lækkuð í samræmi við úrskurð kjararáðs. Þetta var samþykkt á fundi stjórnar Hörpu í dag. Með þessu telur stjórnin sig koma til móts við gagnrýni á kjör starfsfólks í Hörpu. Í tilkynningu frá stjórn Hörpu kemur fram að forstjóri hafi kynnt ákvörðun sína um að greiða þjónustufulltrúum tímakaup sem taki í meginatriðum mið af þeim samningum sem voru í gildi á síðasta ári. „Þannig er komið til móts við gagnrýni meðal þeirra um kjarabreytingar í tengslum við rekstrarhagræðingu í Hörpu. Breytingin tekur gildi 1. júní n.k. og verður tímakaup þá 26,1% yfir taxta stéttarfélags eða að meðaltali 2.935 kr á klst. í eftirvinnu en 85% vinnustunda þjónustufulltrúa eru á kvöldin og um helgar. Þessar breytingar hafa verið kynntar á fundi með þjónustufulltrúum,“ segir í yfirlýsingunni.Hópur þjónustufulltrúa í Hörpu sagði upp störfum eftir að í ljós kom að laun Svanhildar Konráðsdóttur forstjóra voru hækkuð í fyrra þegar kjör hans féllu ekki lengur undir úrskurði kjararáðs á sama tíma og þjónustufulltrúunum var gert að taka á sig kjaraskerðingu. Nokkrar deilur sköpuðust um þessar ákvarðanir stjórnenda Hörpu. Verkalýðsfélagið VR hætti til dæmis viðskiptum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið í kjölfarið. Stjórnin samþykkti jafnframt í dag ósk Svanhildar um að laun hennar yrðu lækkuð úr þeirri upphæð sem hún samdi um þegar hún var ráðin þannig að þau verði í samræmi við úrskurð kjararáðs sem var gefinn út eftir að hún var ráðin. Lækkunin tekur gildi um mánaðamótin. Eins var samþykkt að falla frá 8% hækkun stjórnarlauna sem stjórnin samþykkti á aðalfundi 26. apríl. Laun stjórnarmanna hafa þá verið óbreytt frá árinu 2013. Stjórnin samþykkti einnig tillögu forstjóra um að utanaðkomandi fagaðili geri markaðslaunagreiningu á kjörum þjónustufulltrúa Hörpu sem starfa í hlutastarfi við viðburði þar sem kjör þeirra verða m.a. borin saman við sambærileg störf annars staðar. Leitað hefur verið til ráðgjafarfyrirtækisins Attentus mannauður og ráðgjöf ehf. um að annast verkið.
Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Ætla að hætta við launahækkun stjórnarmanna Hörpu Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, hyggst leggja það til við stjórn félagsins að hætt verði við fyrirhugaðar hækkanir á stjórnarlaunum stjórnarmanna. 17. maí 2018 18:52 Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00
Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16
Ætla að hætta við launahækkun stjórnarmanna Hörpu Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, hyggst leggja það til við stjórn félagsins að hætt verði við fyrirhugaðar hækkanir á stjórnarlaunum stjórnarmanna. 17. maí 2018 18:52
Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. 11. maí 2018 19:48